Ólafsvík ekkert án báta á sjó

Löndun við Ólafsvíkurhöfn.
Löndun við Ólafsvíkurhöfn. mbl.is/Rax

Veiðistöðvunin hefur neikvæð áhrif á þær verslanir sem selja kost um borð í skipin, en þær eru nokkuð margar hringinn í kringum landið.

„Já, það gerir það,“ sagði Inga Jóhannesdóttir, verslunarstjóri Kassans í Ólafsvík, aðspurð hvort áhrifin af því að bátarnir væru í landi nú kæmu niður á verslun hjá þeim.

„Það er ekkert hjá okkur þegar bátarnir eru ekki úti á sjó. Þá hafa mennirnir ekki laun og það dregst allt saman. Þetta er náttúrlega lífæðin,“ sagði Inga.

„Standveiðibátarnir eru úti á sjó. Þeir hafa heilmikið að segja fyrir okkur, en af hinum eru sumir búnir með kvótann og farnir að róa bara örfáa daga í mánuði til ná upp í trygginguna. Ef þetta væri á veturna, eins og í apríl þegar hrygningarstoppið er, þá er þetta bara dauður mánuður,“ sagði Inga og bætti við: „Ef bátarnir eru ekki á sjó þá er Ólafsvík ekki neitt, það er svo einfalt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert