Víðtæk áhrif stöðvunar

Togarar við bryggju í Reykjavík. Ekki er útlit fyrir að …
Togarar við bryggju í Reykjavík. Ekki er útlit fyrir að landfestar verði leystar fyrr en eftir viku. mbl.is/Árni Sæberg

Hlé það sem útgerðir innan Landssambands íslenskra útvegsmanna hafa ákveðið að gera á veiðum hefur víðtæk áhrif úti um allt land. Fiskvinnslur þessara sömu fyrirtækja verða stöðvaðar og starfsemi við sjávarsíðuna drepst víða í dróma.

Þó verða margir smábátar á sjó og margir halda til strandveiða í dag. Fiskmarkaðir starfa og vinnsla sem grundvallast á afla smábáta.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að samstaða er innan LÍÚ um aðgerðirnar, að sögn Adolfs Guðmundssonar, formanns sambandsins. Tíminn verður notaður til að ræða við starfsfólk fyrirtækjanna, sveitarstjórnir og aðra hagsmunaaðila um afleiðingar fiskveiðifrumvarpa ríkisstjórnarinnar. Þá óskar forysta LÍÚ eftir samtölum við sjávarútvegsráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis um málið.

Þótt Landssamband smábátaeigenda standi ekki að aðgerðunum hafa einstaka útgerðarmenn smábáta ákveðið að gera hlé á veiðum með sama hætti og stærri útgerðirnar. Sem dæmi má nefna að ekki verður róið frá Grindavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert