Björn Valur baðst afsökunar

Björn Valur Gíslason, alþingismaður.
Björn Valur Gíslason, alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, baðst í upphafi þingfundar í dag afsökunar á þeim ummælum sem hann lét falla á þingfundi síðastliðna nótt um að sér virtist einn þingmanna undir áhrifum áfengis.

Fram kom í ræðu Björns að þar hefði hann átt við Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hefði neitað því að sú ásökun væri rétt. Hann hefði síðan rætt um málið við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis.

Forsætisnefnd fundaði um málið áður en þingfundur hófst klukkan hálfellefu en Jón krafðist þess í nótt eftir að ummæli Björns höfðu fallið að forsætisnefnd fjallaði um málið.

Frétt mbl.is: Þingmenn slegnir yfir ummælum Björns

Frétt mbl.is: Sagði alþingismann vera drukkinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert