Sjómenn streyma nú í borgina til að taka þátt í samstöðufundi á Austurvelli. Áhöfnin á Drangavík frá Vestmannaeyjum segir mikinn hug í sjómönnum og að þeir séu síður en svo að mótmæla fyrir hönd útgerðarmanna og að tími sé kominn til að hlustað verði á sjónarmið þeirra sem starfi í greininni. Gert er ráð fyrir að hátt í 60 skip verði í höfninni þegar mest lætur.