Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með töluverðan viðbúnað vegna mótmælafunda sem munu hefjast á Austurvelli kl. 16 í dag. Lögreglumenn hafa m.a. unnið að því að reisa girðingar til mannfjöldastjórnunar við Alþingishúsið.
Líkt og fram hefur komið standa útvegsmannafélögin og starfsfólk í sjávarútvegi að samstöðufundi á Austurvelli. Á sama tíma hefst svo mótmælafundur fólks sem segir að kvótakerfið sé ekki einkamál útgerðarmanna. Er búist við fjölmenni.
Tilgangur girðinganna er að tryggja öryggi lögreglumanna og almennings.