Mótmælti valdi útgerðarinnar

„Ég er kominn hérna til að mótmæla valdi útgerðarinnar og sjálftöku sem þeir, að því er virðist, telja sig hafa að auðlindum þjóðarinnar, fiskimiðunum. Mér finnst að þeir eigi að borga sitt auðlindagjald, sem þjóðin á að fá að kjósa um,“ sagði Ari Tryggvason, sem tók þátt í mótmælum á Austurvelli í dag.

Þar kom fjölmenni saman í dag en þar mættust andstæðar fylkingar. Útvegsmannafélögin og starfsfólk í sjávarútvegi stóðu fyrir samstöðufundi þar en á sama tíma hófst mótmælafundur fólks sem segir að kvótakerfið sé ekki einkamál útgerðarmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert