Skipin að tínast út

„Þau eru að tínast út. Ég reikna nú með því að öll gestaskipin fari núna í beinu framhaldi en heimaskipin, sem eru með heimahöfn í Reykjavík, fari að tínast hvert af öðru fljótlega,“ Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við mbl.is. Dagurinn hafi verið sögulegur því aldrei hafi jafn mörg skip verið í höfninni í einu.

Um 70 stærri skip voru í höfninni í dag. Gísli segir að það sé með því mesta sem menn hafi séð í áratugi. „Það er nú ekki endilega ekki víst að við eigum eftir að sjá þetta svona aftur. Þetta var dálítið sérstakur dagur,“ segir Gísli.

Gísli segir að allt hafi gengið mjög fyrir sig vel í dag. Menn hafi verið búnir að undirbúa sig vel. „Þetta var alveg snurðulaust. Mínir menn á bökkunum í hafnsögunni stóðu sig býsna vel. Auðvitað eru skipin líka vel búinn og það eru fagmenn um borð sem leystu þetta af stakri snilld,“ segir Gísli.

Fyrstu skipin byrjuðu að sigla frá Reykjavíkurhöfn eftir að fundi útgerðar- og sjómanna, sem fram fór á Austurvelli síðdegis, lauk.

„Þó að þetta séu falleg skip og skemmtilegar áhafnir, og gaman að hafa þau í höfninni, þá er mikilvægara að þau haldi út til hafs til að afla, það er nú meginmálið,“ segir Gísli að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka