„Þá var engin 110% leið í boði“

Sjómenn á Austurvelli hlustuðu á ræðu Ólafar.
Sjómenn á Austurvelli hlustuðu á ræðu Ólafar. mbl.is/Júlíus

Ólöf Ýr Lár­us­dótt­ir sem rek­ur iðnfyr­ir­tæki í Fjalla­byggð, sagði í ræðu á Aust­ur­velli í dag, að leiðtog­ar þjóðar­inn­ar væru að ala á for­dóm­um í garð út­gerðarmanna. Þeir ætluðu sér að laga mis­tök sem gerð voru þegar kvóta­kerf­inu var komið á með skatt­lagn­ingu og það bitni á þeim sem síst skyldi.

Ólöf tók fram að hún væri ópóli­tísk en hefði lagt það á sig að eig­in frum­kvæði að kynna sér sjáv­ar­út­vegs­frum­vörp­in og um­sagn­ir um þau. Hún skoraði á fólk að gera það í gegn­um heimasíðu Alþing­is.

Hún sagði að það ríkti mik­ill lýðræðis­halli á Íslandi varðandi mögu­leika fólks, sem ætti allt sitt und­ir sjáv­ar­út­veg­in­um, á að koma sjón­ar­miðum sín­um op­in­ber­lega á fram­færi

„Þessi halli birt­ist í formi for­dóma og per­sónu­legra árása, þar sem nú­ver­andi leiðtog­ar okk­ar slá  því miður tón­inn og fjöl­miðlar gefa þeim marg­ir hverj­ir lítið eft­ir.  Útgerðar­menn sem keyptu kvóta eða héldu áfram að reka sín fyr­ir­tæki virðast í þeirra aug­un ein­hvers­kon­ar ígildi Hells Ang­els og aðrir hags­munaaðilar sem voga sér að ef­ast um heil­brigði þessa fum­varpa eiga ör­ugg­lega líka mótor­hjól. Ein­hvern veg­inn eru þeir sem seldu kvót­ann sinn svo bara stikk­frí.

Al­menn­ing­ur á lands­byggðinni get­ur ekki tekið strætó niður á Aust­ur­völl til að mót­mæla því að grund­vell­in­um sé kippt und­an lífsaf­komu þeirra. Það kost­ar aug­un úr að kaupa flug­f­ar eða keyra bíl hingað suður, oft yfir ill­fær­ar heiðar í vondu vetr­ar­veðri.  Og við skrepp­um ekk­ert heim í mat eða heim að sofa milli þess sem við mót­mæl­um óbil­gjörn­um stjórn­völd­um hérna á Aust­ur­velli og kom­um svo bara aft­ur á morg­un og höld­um áfram þegar krakk­arn­ir eru farn­ir í skól­ann.

Það koma eng­ir fjöl­miðlar út á land með bein­ar út­send­ing­ar í frétta­tím­um, ef fólkið þar dreg­ur fram búsáhöld­in sín til að mót­mæla í  miðbæn­um sín­um.

En ef þetta sama fólk vog­ar sér að taka þátt í aug­lýs­ing­um til að koma sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi þá er það nítt niður og sagt taka þátt í  sorg­leg­um,  ósvífn­um og ósönn­um aug­lýs­ing­um. Og þetta eru orð sem sum­ir alþing­is­menn og ráðherr­ar þessa lands hafa viðhaft. Það er talað niður til okk­ar og við sökuð um að vera vilja­laus­ar strengja­brúður og ótta­slegn­ar und­ir­lægj­ur.  Samt erum við að segja ná­kvæm­lega það sama og óháðu sér­fræðing­arn­ir sem þið, stjórn­völd sjálf, völduð og réðuð í vinnu við að skoða þessu frum­vörp! Sömu sér­fræðing­ar og kom­umst að því að þessi frum­vörp halda heilt á litið hvorki vatni né vindi,“ sagði Ólöf.

Ólöf sagði að heim­ili og fjöl­skyld­ur sem byggðu af­komu sína á sjó­sókn og fisk­vinnslu hefðu upp­lifað tals­vert á und­an höfuðborg­ar­bú­um að eign­ir þeirra urðu verðlaus­ar og að missa at­vinnu sína í stór­um stíl í kjöl­far hruns. Það hefði gerst þegar þorsk­stofn­inn hrundi. „Allt í einu urðum við sem þjóð að horf­ast í augu við að auðlind­ir sjáv­ar þoldu ekki tak­marka­laus­an aðgang. Á þeim tíma var eng­in 110% leið, skuld­aniður­fell­ing­ar, af­skrift­ir eða skulda­skjól til að bjarga heim­il­um þessa fólks und­an hamr­in­um.  Fólk í sjáv­ar­byggðum bar hit­ann og þung­ann af þeim óhjá­kvæmi­legu breyt­ing­um sem þurfti vegna tak­mörk­un­ar á veiðum ásamt sjálf­bærri upp­bygg­ingu fiski­stofn­ana.  En öll þjóðin hef­ur notið góðs af því erfiði. Sem bet­ur fer.

Þegar afl­inn minnkaði um þriðjung, í þorksí­gild­um talið, var annað hvort að lepja dauðann úr skel eða reyna að búa til sem mest verðmæti úr minni afla til að vega þetta upp. Og hið ótrú­lega tókst. Útflutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða minnkuðu um aðeins 4% á sama tíma­bili og fyrr­nefnd­ur afli minnkaði um þriðjung.  Þetta kostaði mikla hagræðingu sem skilaði 160% fram­leiðniaukn­ingu. Úr þess­um jarðvegi hef­ur vaxið öfl­ug­ur sjáv­ar­klasi þar sem fjöl­marg­ar ólík­ar at­vinnu­grein­ar eiga rík­an þátt í að hafa skapað gríðarleg út­flutn­ings­verðmæti úr marg­falt minni afla, þar með talið sjó­menn og fisk­vinnslu­fólk.

Ólöf fjallaðu um hvernig breyt­ing­ar hefðu orðið á kvóta­kerf­inu í gegn­um árin. „Sum­ir reynd­ar létu sig hverfa úr grein­inni með full­ar hend­ur fjár í gegn­um göt­ótt reglu­verk og hafa orðið tákn­mynd sæ­greifa.  Það órétt­læti verður ekki bætt með því að refsa þeim sem keyptu af þeim heim­ild­irn­ar dýr­um dóm­um og héldu áfram að reka veiðar og vinnsl­ur. Slíkt mun bara  bitna á þeim sem síst skyldi.  Og það verður ekki held­ur bætt með enn göt­ótt­ara fisk­veiðikerfi.

Ekk­ert í þess­um nýju frum­vörp­um kem­ur í veg fyr­ir að þeir sem hafa selt all­an sinn kvóta og stungið í eig­in vasa komi nú ekki aft­ur inn í grein­in­ina og leiki sama leik­inn í sam­keppni við þá sem hafa tekið á sig skell­inn af afla­bresti og skuld­sett kvóta­kaup í gegn­um tíðina.

Vanda­mál­in sem við öll stönd­um nú frammi fyr­ir verða ekki leyst með því að senda sjáv­ar­byggðirn­ar aft­ur til fortíðar, bara af því stjórn­mála­menn þurfa að skrá sig á spjöld sög­unn­ar og ná sem mest­um pen­ing­um út úr greinn­inni á sem styst­um tíma til að svo geti orðið fyr­ir næsta kjör­tíma­bil,“ sagði Ólöf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert