Um 1.500 manns eru saman komnir á Austurvelli að mati lögreglu sem er með nokkurn viðbúnað á staðnum. Tvær fylkingar hafa safnast saman á svæðinu, önnur klappar fyrir ræðumönnum á samstöðufundinum og hin púar og flautar.
Lögreglan segist við öllu búin en að ekkert hafi farið úrskeiðis og fólk hagi sér vel og fundurinn fari friðsamlega fram þó ólíkir hópar séu þar saman. Blaðmaður mbl.is á staðnum segir að sá hópur sem kominn sé til að mótmæla aðgerðum útgerðarinnar láti vel í sér heyra en stuðningsmenn klappi og fagni ræðumönnum. Mótmælendur berja potta og þenja flautur.
Einn mótmælenda kveikti í reyksprengju sem gaus í nokkrar sekúndur. Að öðru leyti hefur fundurinn farið friðsamlega fram.