Átti milljónir í útgerðarfélagi

Frá Þórshöfn á Langanesi
Frá Þórshöfn á Langanesi mbl.is/Líney

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, átti í árs­lok 2004 hluta­fé að nafn­v­irði 1.710.625 króna í Hraðfrystistöð Þórs­hafn­ar, eða sem svar­ar 0,35% af hluta­fé í fé­lag­inu, sem var af­skráð í Kaup­höll­inni 2005.

Bróðir hans, Ragn­ar Már, átti bréf í fé­lag­inu fyr­ir 1.450.554 kr., alls 0,3% hluta­fjár, og faðir þeirra, Sig­fús Jó­hanns­son, bréf fyr­ir 1.133.320 kr., eða 0,23% hluta­fjár. Sam­an áttu feðgarn­ir því bréf fyr­ir 4,29 millj­ón­ir kr. að nafn­v­irði hinn 31. des­em­ber 2004 og var sam­eig­in­leg­ur hlut­ur þeirra 0,88%.

Markaðsverðið 15,8 millj­ón­ir

Fram kem­ur á vef Kaup­hall­ar­inn­ar að gengi bréf­anna var 3,68 hinn 23. fe­brú­ar 2005 og var markaðsverð bréfa feðganna því um 15,8 millj­ón­ir skömmu áður en Stein­grím­ur greindi frá því að hann hefði selt bréf­in í apríl sama ár.

Jafn­gild­ir það 26,247 millj­ón­um króna í dag, sam­kvæmt fram­reikn­ingi Seðlabanka Íslands, og er hlut­ur Stein­gríms þar af 10,45 millj­ón­ir.

Má geta þess að fé­lagið skilaði 121 millj­ón króna í hagnað árið 2004.

At­hygli vek­ur að á þeim tíma sem Stein­grím­ur og náin skyld­menni áttu hlut í fé­lag­inu var hann ein­dreg­inn and­stæðing­ur auðlinda­gjalds.

Þessi afstaða kom skýrt fram í bók Stein­gríms, Róið á ný mið: Sókn­ar­færi ís­lensks sjáv­ar­út­vegs, sem kom út árið 1996. Á blaðsíðu 74 er að finna undirkafl­ann Sér­tæk skatt­lagn­ing. Seg­ir þar meðal ann­ars: „Hin grund­vall­ar­spurn­ing­in er hvort sann­gjarnt sé að leggja sér­tæk­an skatt á sjáv­ar­út­veg­inn. Rök­in eru að það sé eðli­legt að út­gerðarfyr­ir­tæk­in greiði fyr­ir aðgang sinn að sam­eig­in­leg­um auðlind­um þjóðar­inn­ar,“ skrifaði Stein­grím­ur og skal svo gripið niður á blaðsíðu 75 í bók­inni:

„Órétt­læt­an­leg aðgerð“

„Auðlinda­skatt­ur á sjáv­ar­út­veg­inn ein­an yrði sér­tæk skatt­lagn­ing og því óæski­leg og í raun órétt­læt­an­leg aðgerð út frá öll­um viður­kennd­um skattapóli­tísk­um viðmiðunum ... Rétt er að minna á í þessu sam­bandi að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur kepp­ir án nokk­urra rík­is­styrkja eða niður­greiðslna við þrælstyrkt­an at­vinnu­veg í ná­granna­lönd­un­um. Er ekki frek­ar ástæða til þess að hrósa sjáv­ar­út­veg­in­um fyr­ir að stand­ast þessa erfiðu sam­keppni, sem hann hef­ur verið og er í, gagn­vart t.d. fisk­vinnslu Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna, held­ur en skatt­leggja hann sér­stak­lega. Þó mörg sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki séu stór á okk­ar mæli­kv­arða eru þau agn­arsmá úti í hinum stóra heimi,“ skrif­ar Stein­grím­ur sem lýk­ur um­rædd­um undirkafla með þess­um orðum:

„Hug­mynd­ir sem heyrst hafa um að hægt sé að taka marga millj­arða eða jafn­vel millj­arða tuga, svo­kallaðan fisk­veiðiarð, út úr sjáv­ar­út­veg­in­um, eru al­ger­lega óraun­hæf­ar.“

Minnt­ist ekki á gjöld­in

Tíu árum síðar, árið 2006, gaf Stein­grím­ur J. út bók­ina Við öll: ís­lenskt vel­ferðarsam­fé­lag á tíma­mót­um. Stein­grím­ur fjall­ar þar mikið um um­hverf­is­mál og er að finna undirkafl­ann Vist­vænn út­veg­ur það sem koma skal. Er þar fjallað um ís­lenska út­gerð út frá sjón­ar­miði um­hverf­is­vernd­ar og læt­ur Stein­grím­ur ógert að ræða um veiðigjöld­in.

Verður ekki bet­ur séð við hraða yf­ir­ferð yfir Við öll að þar sé hvergi minnst á slíka skatt­lagn­ingu.

Hann vík­ur hins veg­ar að bók­inni Róið á ný mið í for­mál­an­um með þess­um orðum: „Sjálf­ur er ég býsna stolt­ur yfir því hve vel þau meg­in­sjón­ar­mið sem ég setti fram með bók­inni hafa staðist tím­ans tönn.“

Þurftu les­end­ur Við öll því að geta í eyðurn­ar þegar afstaða for­manns­ins til veiðigjalda var ann­ars veg­ar.

Veiðigjöld­in voru Stein­grími hins veg­ar of­ar­lega í huga þegar hann tók til máls fundi um veiðigjald á Ak­ur­eyri árið 1997, árið eft­ir að Róið á ný mið kom út. Sagði Stein­grím­ur þá m.a.:

„Loks er það atriði sem kannski hefði átt að byrja á, þ.e. að ég tel marg­ar miklu betri leiðir til að leysa þau vanda­mál sem stuðnings­menn veiðileyf­a­gjalds telja sig ætla að leysa með veiðileyf­a­gjaldi. Því þá að fara út í þessi ósköp. Það er hægt að skatt­leggja hagnað fyr­ir­tækja með al­menn­um aðferðum,“ sagði Stein­grím­ur m.a., að því er fram kem­ur í frá­sögn sjáv­ar­út­vegs­blaðsins Ægiaf fund­in­um á sín­um tíma.

Fjöl­skyld­an keypti hluti

Fjöl­skylda Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar var í ár­araðir tengd Hraðfrystistöð Þórs­hafn­ar. Faðir hans, Sig­fús Jó­hanns­son, átti lengi lít­inn hlut í fyr­ir­tæk­inu, að sögn Ragn­ars Más Sig­fús­son­ar, bróður Stein­gríms. Þá átti Jó­hann­es Sig­fús­son bróðir þeirra einnig hlut í fé­lag­inu en hann sat jafn­framt í stjórn þess.

Sjálf­ur keypti Ragn­ar Már fyrst hlut í fé­lag­inu upp úr 1970 og minn­ir hann að Stein­grím­ur hafi keypt sinn hlut í kring­um 1990. Fram kom í til­kynn­ingu frá Stein­grími í apríl 2005 að hann hefði þá selt hlut sinn í Hraðfrystistöðinni og lauk þar með aðkomu hans að fé­lag­inu.

Ragn­ar Már seg­ir þá feðga aldrei hafa haft mik­inn at­kvæðis­rétt í fé­lag­inu í gegn­um hluta­bréfa­eign sína. Fjár­fest­ing­in hafi verið óveru­leg.

„Maður keypti í fé­lag­inu til að hafa eitt­hvað um mál­in að segja. Auðvitað græddi maður aldrei neitt á þessu. Við átt­um aldrei neitt sem skipti máli þannig að við réðum ein­hverju um stefnu eða eitt­hvað slíkt. Jó­hann­es bróður okk­ar átti um hríð mun meira en við,“ seg­ir Ragn­ar Már og rifjar upp að þeir bræður hafi all­ir verið um hríð til sjós á Þórs­höfn og Stein­grím­ur á gamla Font­in­um, tog­ara Hraðfrystistöðvar­inn­ar. Ekki náðist í Stein­grím.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert