Hlupu í hringi fyrir Unicef

Dugnaðarforkarnir í Dalvíkurskóla söfnuðu 540 þúsund krónum fyrir Unicef á …
Dugnaðarforkarnir í Dalvíkurskóla söfnuðu 540 þúsund krónum fyrir Unicef á dögunum mbl.is

Nemendur Dalvíkurskóla láta ekki sitt eftir liggja í góðgerðarmálum, en þau efndu til áheitahlaups og söfnuðu alls 540 þúsund krónum sem runnu óskiptar til Unicef. Krakkarnir hlupu hringi á íþróttavelli skólans, en hver hringur er 400 metrar að lengd.

Samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu Unicef á Íslandi hlupu sumir nemendur yfir 20 hringi á meðan aðrir röltu í rólegheitum. Nemendurnir létu þó ekki þar við sitja heldur hafa þau safnað fé með tombólum og ýmiss konar uppátækjum að undanförnu. Í kjölfarið á þessari vel heppnuðu söfnun hefur verið ákveðið að gera UNICEF-söfnunardag að árlegum viðburði í skólanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert