Hælisleitendurnir vel skipulagðir

Mennirnir fundust um borð í vél Icelandair.
Mennirnir fundust um borð í vél Icelandair. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

„Við skoðun á verklagi ör­ygg­is­starfs­manna Isa­via á þeim tíma er viðkom­andi at­vik átti sér stað kem­ur ekk­ert at­huga­vert í ljós við störf þeirra. Hæl­is­leit­end­urn­ir hafa greini­lega verið vel skipu­lagðir.“ Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Isa­via um at­vikið sem kom upp á Kefla­vík­ur­flug­velli um helg­ina þegar tveir hæl­is­leit­end­ur fund­ust í flug­vél Icelanda­ir.

Þar seg­ir einnig að Isa­via líti málið mjög al­var­leg­um aug­um en bend­ir á að að ör­yggis­kerfið hafi virkað þar sem áhöfn Icelanda­ir hafi fylgt forskrifuðum verklags­regl­um í hví­vetna og fundið menn­ina áður en vél­in fór í loftið.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um fer með rann­sókn máls­ins og ligg­ur niðurstaða rann­sókn­ar ekki end­an­lega fyr­ir. Isa­via hef­ur veitt lög­regl­unni aðgengi að öll­um gögn­um sem kunna að varpa ljósi á hvernig menn­irn­ir komust inn á svæðið og í flug­vél­ina. Isa­via hafi tekið  þá ákvörðun að veita ekki upp­lýs­ing­ar um málið fyrr en það lá fyr­ir með hvaða hætti menn­irn­ir komust inn á svæðið.

„Ljóst er að menn­irn­ir fóru ekki í gegn­um ör­ygg­is­hlið inn á flug­vall­ar­svæðið né í gegn­um Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Fóru þeir yfir girðingu inn á svæðið og þaðan inn á flug­hlaðið við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Örygg­is­deild Isa­via, sem fer með ör­ygg­is- og flug­vernd­ar­mál á Kefla­vík­ur­flug­velli, starfar eft­ir mjög ströngu verklagi sem samþykkt er af Flug­mála­stjórn Íslands. Við skoðun á verklagi ör­ygg­is­starfs­manna Isa­via á þeim tíma er viðkom­andi at­vik átti sér stað kem­ur ekk­ert at­huga­vert í ljós við störf þeirra. Hæl­is­leit­end­urn­ir hafa greini­lega verið vel skipu­lagðir.“

Þá seg­ir að í ljósi al­var­leika máls­ins muni Isa­via yf­ir­fara ör­yggis­eft­ir­lit með starf­semi á svæðinu, þrátt fyr­ir að ör­yggis­kerfið hafi virkað í þessu til­viki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka