„Dagskipunin til skipstjóra hérna fyrir vestan er einfaldlega: Forðist ýsuna,“ segir Skjöldur Pálmason, framleiðslu- og sölustjóri hjá Odda hf. á Patreksfirði. Hann segir að mikið sé af ýsu á öllum miðum, hvort sem það er grunnt eða djúpt eða inni á fjörðum. Ýsan sé um allt.
Þó svo að fiskveiðiárið sé rétt byrjað séu menn þegar komnir í veruleg vandræði með ýsukvóta. Áður hafi ýsan komið sem meðafli en nú sé miklu meira af henni en áður og stórýsa sé áberandi.
Hjá mörgum stefni í erfiðleika við að ná þorski og öðrum tegundum þegar líði á fiskveiðiárið, en ýsukvóti hafi verið skertur verulega á síðustu árum. „Það er alveg nýtt í þessu að ýsukvótinn skuli vera svona lítill og ýsuveiðin svona mikil,“ segir Skjöldur.