„Það er í grundvallaratriðum ólík nálgun í fiskveiðistjórnunarkerfinu hjá okkur og í Evrópusambandinu.“
Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra í Morgunblaðinu í dag. Bornar voru undir hann fréttir af því að ESB hefði keypt ferskan fisk á mörkuðum til þess að henda honum.
Steingrímur telur að bágt ástand fiskstofna á miðum ESB sé áhyggjuefni. „Það er ljóst að sjávarútvegsstefna ESB er í miklum tilvistarvanda og árangurinn er bágborinn af viðleitni þeirra undanfarin ár og áratugi.“