Meirihluti á móti í meira en þrjú ár

Norden.org

Mik­ill meiri­hluti lands­manna hef­ur verið and­víg­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum allra þeirra skoðanakann­ana sem birt­ar hafa verið hér á landi síðan í byrj­un ág­úst 2009 eða í meira en þrjú ár, óháð því hvaða aðilar hafa gert þær eða fyr­ir hverja.

Niður­stöður nýrr­ar skoðana­könn­un­ar voru birt­ar fyrr í dag en könn­un­in var gerð af Capacent Gallup fyr­ir Heims­sýn, hreyf­ingu sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um, en sam­kvæmt þeim eru nú 57,6% lands­manna and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en 27,3% hlynnt henni. Nokkuð er síðan afstaðan var síðast könnuð en það var í apríl síðastliðnum þegar skoðana­könn­un sem gerð var af Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands sýndi hliðstæðar niður­stöður. Andstaðan nú mæl­ist þó 3,8% meiri en í þeirri könn­un á kostnað óákveðinna.

Eins og áður seg­ir hafa all­ar skoðanakann­an­ir sem birt­ar hafa verið frá því að um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið var send í lok júlí 2009 sýnt af­ger­andi meiri­hluta gegn því að gengið yrði í sam­bandið, en fyrsta könn­un­in sem sýndi slíka niður­stöðu var gerð af Capacent Gallup fyr­ir hug­veit­una And­ríki í sama mánuði og um­sókn­in var send og niður­stöðurn­ar birt­ar 4. ág­úst sama ár.

Ein­hverj­ar sveifl­ur hafa þó átt sér stað þó þær hafi aldrei verið mikl­ar. Þannig mæld­ist mun­ur­inn á milli and­stæðra fylk­inga mest­ur í mars 2010 en þá voru 60% and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og 24,4% hlynnt. Minnst­ur mun­ur­inn var hins veg­ar í júní 2011 þegar rúm 50% voru á móti inn­göngu en 37,3% studdu hana (sjá meðfylgj­andi línu­rit hér til hliðar).

Meiri­hluti gegn inn­göngu, um­sókn og evru

Einnig hafa verið gerðar skoðanakann­an­ir um fleiri spurn­ing­ar sem snúa að Evr­ópu­mál­un­um og þar á meðal um af­stöðuna til um­sókn­ar­inn­ar sem slíkr­ar. Þær kann­an­ir hafa verið nokkuð mis­vís­andi og orðalag spurn­ing­anna virst skipta máli. Sam­kvæmt síðustu skoðana­könn­un um af­stöðuna til um­sókn­ar­inn­ar sem gerð var af Capacent Gallup fyr­ir Sam­tök iðnaðar­ins var ekki mik­ill mun­ur á fylk­ing­un­um en meiri­hluti var fyr­ir því að draga um­sókn­ina til baka eða 43,6% gegn 42,6%.

Þá hef­ur einnig verið spurt um af­stöðu fólks til þess að skipta um gjald­miðil á Íslandi og taka evr­una upp í þeim til­gangi en síðast var gerð skoðana­könn­un í þeim efn­um í byrj­un þessa árs af MMR fyr­ir And­ríki sem sýndi 52% and­víg því en 28% samþykk.

Ef marka má síðustu skoðanakann­an­ir sem gerðar hafa verið er meiri­hluti Íslend­inga sam­kvæmt því and­víg­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, er hlynnt­ur því að draga um­sókn­ina um inn­göngu til baka og vill ekki taka upp evru sem gjald­miðil þjóðar­inn­ar.

Skoðanakannanir um afstöðuna til inngöngu í ESB 2009-2012. Eina könnun …
Skoðanakann­an­ir um af­stöðuna til inn­göngu í ESB 2009-2012. Eina könn­un vant­ar frá ág­úst 2011 sem var þó ekki frá­brugðin hinum. Ein­ung­is eru hins veg­ar til upp­lýs­ing­ar um þá sem tóku af­stöðu með eða á móti í henni og því er hún ekki í sama formi og aðrar kann­an­ir í línu­rit­inu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert