Stefnir í átök á vinnumarkaði

Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna,
Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, mbl.is/Ómar Óskarsson

Ad­olf Guðmunds­son, formaður Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna, seg­ir ljóst að með þeirri skatt­lagn­ingu sem rík­is­stjórn­in ætl­ar að leggja á sjáv­ar­út­veg­inn sé ljóst að hluta­skipta­kerfið get­ur ekki staðið óbreytt. Verði henni ekki breytt stefn­ir í átök á vinnu­markaði með til­heyr­andi af­leiðing­um og tjóni en í nú­ver­andi kerfi deila út­gerðin og sjó­menn kjör­um.

„Stjórn­völd halda því fram að skatt­lagn­ing­in muni ekki hafa áhrif á launa­kjör sjó­manna. Hvernig má það vera, að ef ríkið tek­ur 10-20% af tekj­un­um sé út­gerðum ætlað að greiða um 40% í laun og launa­tengd gjöld af þeim fjár­mun­um sem fyr­ir­tæk­in hafa ekki, seg­ir Ad­olf í ræðu sinni á aðal­fundi LÍÚ í dag.

Kraft­ar farið í varn­ar­bar­áttu

Hann seg­ir að und­an­far­in þrjú ár hafi allt of mikið af kröft­um þeirra sem starfa í sjáv­ar­út­vegi farið í varn­ar­bar­áttu sem kom­in er til af manna­völd­um.

„Við höf­um glímt við hverja at­lögu stjórn­ar­flokk­anna á fæt­ur ann­arri. Það sem hef­ur verið ein­kenn­andi fyr­ir þær all­ar, er að sett­ar hafa verið fram hug­mynd­ir og síðan laga­frum­vörp án þess að af­leiðing­arn­ar væru metn­ar.

Það hef­ur síðan verið hlut­verk okk­ar og fjölda annarra að sýna fram á skaðsemi hug­mynd­anna. Með gögn­um og rök­um hef­ur verið reynt að sann­færa þá sem fara með hið póli­tíska vald. Það hef­ur því miður væg­ast sagt gengið illa.
Þegar þeir sem með valdið fara nálg­ast verk­efnið eins og að guðleg for­sjón hafi falið þeim að leiða þjóðina í heil­ögu stríði vand­ast málið.

„Orr­ust­an um auðlind­irn­ar“, „al­manna­hags­mun­ir gegn sér­hags­mun­um“, „þjóðin fái arð af þess­ari auðlind sinni“, „eng­inn eigi rétt­mæta kröfu til arðs af auðlind­inni nema þjóðin“ er meðal kunn­ug­legra orðal­eppa,“ seg­ir í ræðu Ad­olfs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert