Steingrímur sagður „skrímslapabbi“

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Eggert Jóhannesson

„Við erum að tala um skrímsli en skrímslapabbi var hér í gær,“ sagði Örvar Guðni Arn­ar­son, fjár­mála­stjóri Ísfé­lags Vest­manna­eyja, um veiðigjalda­fraum­varpið og Stein­grím J. Sig­fús­son at­vinnu­vegaráðherra á aðal­fundi LÍÚ í morg­un.

Að lok­inni fram­sögu fjög­urra ræðumanna hóf­ust pall­borðsum­ræður þar sem einn fund­ar­gesta spurði ræðumenn hvernig annað eins skrímsli og veiðigjalda­frum­varpið hefði getað litið dags­ins ljós.

Örvar Guðni sagði stjórn­völd hafa þurft á and­stæðingi að halda til að dreifa at­hygl­inni frá eig­in mis­tök­um. Þannig hafi skrímslið orðið til.

„Ég hef enga hug­mynd um hvernig svona skrímsli verður til. Ég hef aldrei unnið í stjórn­sýslu ... Ég veit ekk­ert hvernig þeim dett­ur svona vit­leysa í hug... En ég held að ástæðan fyr­ir því að þetta var búið til svona hafi verið sú að þeir sem eru við stjórn­völ­inn í þessu landi vita það að þeir eru með allt niður um sig. Þá þurftu þeir ein­hvern til að berja á ... og það erum við,“ sagði Örvar.

Gaman­vísa um Stein­grím

Kynn­ir á aðal­fund­in­um fór með limru um Stein­grím og upp­skar hlátra­sköll.

Á út­gerðarlýðinn Stein­grím­ur starði

og stöðugt í pont­una barði og barði:

Það ligg­ur á,

ég verð að fá

hverja ein­ustu krónu af ykk­ar arði.

Leiðrétt­ing klukk­an 16.02 26.10.2012.

Í upp­haf­legri út­gáfu þess­ar­ar frétt­ar var því rang­lega haldið fram að út­gerðar­menn í pall­borðsum­ræðum litlu svo á að kynn­ing­ar­her­ferð sam­tak­anna vegna veiðigjalda­frum­varps­ins hafa brugðist. Hið rétt er að út­gerðar­menn töldu að haga þyrfti kynn­ing­ar­mál­um bet­ur. Al­menn­ing­ur þekkti ekki nógu mikið til sjáv­ar­út­vegs og hefði jafn­vel rang­hug­mynd­ir um grein­ina.

Þá var Heiðar Hrafn Ei­ríks­son, lög­gilt­ur end­ur­skoðandi hjá Þor­birni hf. í Grinda­vík, rang­lega hafður fyr­ir um­mæl­um sem hér eru gerð að um­tals­efni. Er beðist vel­v­irðing­ar á mis­tök­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert