Gjöldin munu leiða til fækkunar skipa og sjómanna

Frá aðalfundi LÍÚ.
Frá aðalfundi LÍÚ. mbl.is/Ómar

Veiðar á makríl með togurum munu ekki lengur borga sig ef nýju veiðigjöldin festast í sessi. Þetta er mat Heiðars Hrafns Eiríkssonar, endurskoðanda hjá Þorbirni hf. í Grindavík, en hann var á meðal ræðumanna á öðrum degi aðalfundar LÍÚ í Reykjavík í gær.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Heiðar að gjöldin muni jafnframt leiða til þess að skipum og sjómönnum fækki. Útvegsfyrirtæki muni ekki lengur hafa efni á að fjárfesta í tækjum og búnaði og því verði hnignun í sjávarútvegi.

Árni Jón Árnason, meðeigandi í endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte, flutti einnig erindi en hann sagði veiðigjöld á tiltekið fyrirtæki mundu hækka úr 11% (af EBITDA-hagnaði) árið 2011 í 61% árið 2018.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert