Vildi að páfi veitti séra Georg viðurkenningu

Rannsóknarnefndar um kaþólsku kirkjuna skilaði skýrslu sinni fyrir helgi.
Rannsóknarnefndar um kaþólsku kirkjuna skilaði skýrslu sinni fyrir helgi. Morgunblaðið/Kristinn

Þrátt fyr­ir að Jó­hann­es Gij­sen, sem var bisk­up kaþólsku kirkj­unn­ar á Íslandi 1996-2007, hafi strax og hann tók við embætti fengið upp­lýs­ing­ar sem gáfu til kynna að séra Ágúst Geor­ge hefði gerst sek­ur um kyn­ferðis­brot lagði hann til við Páfag­arð 1998 að hon­um yrði veitt viður­kenn­ing.

Þegar Gij­sen tók við embætti lét séra Jakob Roland, prest­ur kirkj­unn­ar, hann fá bréf sem fyrr­ver­andi bisk­up hafði beðið um að yrði varðveitt í skjala­safni kaþólsku kirkj­unn­ar. Gij­sen kynnti sér efni bréfs­ins og lét síðan eyðileggja það. Gij­sen sagði við rann­sókn­ar­nefnd kaþólsku kirkj­unn­ar að maður­inn sem skrifaði bréfið hefði „talið sig muna að hann hefði kannski verið beitt­ur kyn­ferðis­legu of­beldi af presti á Íslandi þegar hann var ung­ur dreng­ur“. Gij­sen sagði að hann hefði í fram­hald­inu rætt við mann­inn og hann hefði sagt að hann teldi kannski að snert­ing séra Geor­ges hefði ekki alltaf verið viðeig­andi, en að þeir hefðu í sam­ein­ingu kom­ist að þeirri niður­stöðu að ekki hefði verið um kyn­ferðis­legt of­beldi að ræða.

Rann­sókn­ar­nefnd­in tek­ur að Gij­sen hafi gert mis­tök með því að eyðileggja bréfið og van­rækt skyld­ur sín­ar. Ekki liggi fyr­ir að Gij­sen hafi haft nauðsyn­lega sérþekk­ingu til að meta vitn­is­b­urð manns­ins og hann hafi því van­rækt skyldu sína að tryggja að fram færi sjálf­stæð rann­sókn með aðkomu sér­fræðinga. Hann hefði jafn­framt átt að grípa til nauðsyn­legra aðgerða meðan á rann­sókn stóð.

Vildi að Páfag­arður veitti séra Geor­ge viður­kenn­ingu

Árið 1998, tveir árum eft­ir að Gij­sen fékk þetta bréf, skrifaði hann Páfag­arði bréf og lagði til að séra Geor­ge yrði veitt viður­kenn­ing. Hann skrifaði einnig bréf til séra Geor­ges árið 1998, þar sem fjallað var um starf hans í skól­an­um, séra Geor­ge lofaður fyr­ir gott starf í lok starfs­fer­ils og beðinn um að gegna áfram til­tekn­um trúnaðar­störf­um. Bréfið lýs­ir vel þeirri ábyrgð sem séra Geor­ge var tal­inn bera á skóla­starf­inu, en þar seg­ir m.a.:

„Í fjöl­mörg ár hef­ur kjarni trú­boðsstarfs þíns á Íslandi verið mennt­un barna í Landa­kots­skól­an­um. Skól­inn hef­ur verið „heim­ur þinn“ – eða rétt­ara sagt, hann hef­ur verið „fjöl­skylda þín“ og þú hef­ur verið „faðir þeirr­ar fjöl­skyldu“. Þú hef­ur gert skól­ann að því sem hann er: Einn besti barna­skóli á Íslandi. Það get­ur fjöldi manns í land­inu vottað – með réttu. Þú hef­ur hafið hann í háan gæðaflokk, bæði hvað hið ytra og innra snert­ir. Það er þér að þakka hversu gott líf er í hon­um og vel fyr­ir hon­um séð og hann sam­svar­ar öll­um kröf­um nú­tím­ans.“

Spyrja um rétt „þeirra látnu ein­stak­linga sem ásak­an­irn­ar bein­ast að“

Eft­ir að ásak­an­ir um kyn­ferðis­brot inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar á Íslandi komu fram op­in­ber­lega á síðasta ári tjáði Guðrún Ögmunds­dótt­ir, sem stýr­ir fagráði inn­an­ráðuneyt­is­ins um kyn­ferðis­brot, sig um málið þar sem hún gagn­rýndi viðbrögð kirkj­unn­ar.

Þáver­andi lögmaður kaþólsku kirkj­unn­ar skrifaði í til­efni af um­mæl­um Guðrún­ar opið bréf fyr­ir hönd bisk­ups til inn­an­rík­is­ráðherra 21. júní 2011. Er þar meðal ann­ars farið yfir það sem átti sér stað á fundi í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu, sagt að bisk­up hafi án taf­ar brugðist við bréfi ein­stak­lings er varðaði kyn­ferðis­legt áreiti kaþólsks prest, áréttað að kirkj­an taki ásak­an­ir af þessu tagi al­var­lega og hún sé fús til sam­vinnu, en gagn­rýnt að full­trúi ráðuneyt­is­ins saki bisk­up um aðgerðarleysi og þögn í fjöl­miðlum í stað þess að leita eft­ir upp­lýs­ing­um og beina fyr­ir­spurn­um bréf­lega til bisk­ups. Óskað var eft­ir fundi
með fagráði og eft­ir upp­lýs­ing­um um þau mál sem rædd höfðu verið á fundi í ráðuneyt­inu. Und­ir lok bréfs­ins seg­ir:

„Það er hvorki hlut­verk stjórn­valda né kirkj­unn­ar held­ur dóm­stóla að und­an­geng­inni lög­reglu­rann­sókn að skera úr um sekt eða sak­leysi þeirra sem sök­um eru born­ir. Um­fjöll­un í fjöl­miðlum um kyn­ferðis­brot inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar gef­ur til­efni til að árétta þetta og jafn­framt að spyrja hver sé rétt­ur þeirra látnu ein­stak­linga sem ásak­an­irn­ar bein­ast að.“

Guðrún Ögmunds­dótt­ir af­henti rann­sókn­ar­nefnd­inni af­rit af svar­bréfi inn­an­rík­is­ráðherra en í því seg­ir: „Ég tek und­ir það með yður að mál af þessu tagi eru lög­reglu­mál og eiga að fara sína leið í gegn­um rétt­ar­kerfið. Það firr­ir hins veg­ar ekki ábyrgð þær stofn­an­ir eða sam­tök sem í hlut eiga ef brot­in hafa farið fram inn­an þeirra vé­banda og í skjóli þess trausts sem þar á að ríkja. Það er eðli­legt að reisa þá kröfu að tekið sé á mál­um af festu og allt gert sem hægt er til að upp­lýsa brot­in og bæta fyr­ir þau eft­ir því sem kost­ur er. Sú staðreynd að þeir ein­stak­ling­ar sem í hlut eiga eru látn­ir get­ur ekki orðið til þess að mál séu lát­in liggja í þagn­ar­gildi. Af hálfu ráðuneyt­is­ins snýst málið ekki um ein­stak­linga, held­ur um stofn­un.“

Skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar kaþólsku kirkj­unn­ar

Johannes Gijsen.
Johann­es Gij­sen.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert