Ræða umdeilt kvótafrumvarp

Þorskur.
Þorskur. mbl.is/RAX

„Ég vona að það verði lagt fram,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, þingflokksformaður VG, í gærkvöldi, spurð hvort hún ætti von á því að frumvarp til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu yrði lagt fyrir þingið í dag.

Hún sagði að málið yrði rætt á ríkisstjórnarfundi í dag og kæmi vonandi þaðan aftur til þingsins. „Og þá annaðhvort samþykkja þingflokkar að leggja málið fram og þá setja menn nú gjarnan almenna fyrirvara eða einhverja fyrirvara, en það er ekki komið að því,“ sagði Álfheiður.

Skiptar skoðanir munu vera í báðum þingflokkum um málið og þingmenn sett fyrirvara um einstök atriði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert