1,3 milljarðar vegna sérstakra veiðigjalda

mbl.is/ÞÖK

Veiðigjöld verða um tveimur milljörðum lægri vegna lækkunar sem skuldsettar útgerðir fá, að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra. Sérstök veiðigjöld að fjárhæð 1.300 milljónir eru á eindaga á mánudag.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að  Fiskistofa hefur undanfarið unnið við afgreiðslu á beiðnum útgerðarmanna um lækkun á sérstaka veiðigjaldinu.

Á vef stofnunarinnar kemur fram að um 130 slíkar umsóknir hafi borist. Miðað við fyrirliggjandi tölur má reikna með því að 1,3 milljarðar króna komi til greiðslu nú vegna sérstöku veiðigjaldanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert