Kvótamálið strand?

Ólík viðhorf og skoðanir á væntanlegu kvótafrumvarpi innan stjórnarflokkanna gætu tafið það að frumvarpið verði lagt fram. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir fyrirvara við frumvarpið innan þingflokks Vinstri grænna.

„Það eru mismunandi sjónarmið í okkar flokki að sjálfsögðu en hvort málið megi fara til þingsins er annað mál,“ sagði Jón sem vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa slegið varnagla við kvótafrumvarpið en Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ólíkar skoðanir innan Samfylkingarinnar um málið gætu tafið það enn frekar. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ekki búið að ganga frá málinu innan þingflokks Samfylkingarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert