Bjóða fulltrúum LÍÚ á Austurvöll

Sjómenn á Austurvelli hlýða á ræður útvegsmanna.
Sjómenn á Austurvelli hlýða á ræður útvegsmanna. mbl.is/Júlíus

Al­menn­ur fund­ur sjó­manna­fé­lags­ins Jöt­uns og deild­ar VM í Vest­manna­eyj­um mót­mæl­ir harðlega aðferðum LÍÚ gagn­vart sjó­mönn­um þessa lands. Eru full­trú­ar LÍÚ til­bún­ir að mæta með okk­ur á Aust­ur­völl og mót­mæla með okk­ur af­námi sjó­manna­afslátt­ar­ins? seg­ir í til­kynn­ingu sem Jöt­unn og VM hafa sent frá sér.

„Nú hafa kjara­samn­ing­ar verið laus­ir í tæp tvö ár. All­an þann tíma hafa út­vegs­menn neitað að ræða við sjó­menn nema með því for­orði að laun sjó­manna lækki. Fund­ur­inn tel­ur ótækt að LÍÚ beiti þess­ari aðferð til að knýja á um kröf­ur sín­ar. Auðlinda­gjöld í sjáv­ar­út­vegi greiða sjó­menn ekki.

Ef laun sjó­manna lækka um 15% eins og út­vegs­menn vilja, mun auðlinda­gjaldið til rík­is­ins ein­ung­is hækka. Ef það er vilji út­gerðarmanna væri gott að vita hvort svo er. Veiðigjöld­in eru skatt­ur á út­gerðina sem stjórn­völd kjósa að leggja á hagnað henn­ar, ekki á laun sjó­manna.

Fund­ur­inn krefst þess að Alþingi sjái til þess að viðskipti með fisk milli út­gerðar og fisk­vinnslu verði gagn­sæ og séu í takt við heil­brigða sam­keppni og góða viðskipta­hætti.

Fund­ur­inn ít­rek­ar enn og aft­ur mót­mæli við af­námi sjó­manna­afslátt­ar­ins. Ábyrgð stjórn­valda hlýt­ur að vera sú að kjör ein­stakra stétta skerðist ekki með póli­tísk­um æf­ing­um. Fund­ur­inn krefst þess að skerðing­in verði dreg­in til baka og hluti auðlinda­gjald­anna verði notaður til að fjár­magna kostnaðinn. Lág­marks­krafa er að sjó­menn fái umb­un vegna lang­dvala fjarri heim­il­um sín­um. Sjó­menn eru sú stétt sem nýt­ir sam­fé­lags­lega þjón­ustu hvað minnst.

Fund­ar­menn eru sam­mála um að verðmynd­un­ar­mál í upp­sjáv­ar­fiski séu í hinum mesta ólestri. Í Vest­manna­eyj­um er greitt lægsta upp­sjáv­ar­fisk­verð á land­inu og ger­ir þeim fyr­ir­tækj­um skömm til sem í hlut eiga.

Fund­ur­inn mót­mæl­ir harðlega þeirri til­hneg­ingu sumra út­gerðarmanna að fækka í áhöfn á kostnað há­seta og vél­stjóra. Einnig má færa rök fyr­ir því að ör­yggi áhafn­ar skerðist við fækk­un í áhöfn. Þá er bet­ur heima setið en af stað farið,“ seg­ir á álykt­un sem samþykkt var á fé­lags­fund­in­um hinn 28. des­em­ber sl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert