„Slík útgerð gengur ekki upp“

Ýsa er um allan sjó, segja sjómenn.
Ýsa er um allan sjó, segja sjómenn. mbl.is/Kristinn

„Einhverjir hafa getað leigt sér ýsu á 315 krónur fyrir kílóið og selja hana síðan á 270 krónur á mörkuðum. Þetta gera menn til þess að geta náð þorskkvótanum og kílóið af þorski selja þeir kannski á 250 krónur. Það þarf ekki excel til að sjá að slík útgerð gengur ekki upp.“

Þetta segir Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands í Morgunblaðinu í dag. Á sama tíma og aflamark í ýsu hefur verið skorið niður segja sjómenn að ýsa sé um allan sjó. Sumir hafa ekki getað róið vegna erfiðrar kvótastöðu, en aðrir hafa reynt að leigja til sín ýsukvóta. Ekki er þó hlaupið að því, þar sem fáir vilja leigja og verðið hefur því hækkað.

Eftir jólasveifluna lækkaði verð á fiskmörkuðum verulega. Ragnar H. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja, segir að aukið magn á mörkuðum í upphafi hefðbundinnar vetrarvertíðar skýri verðlækkunina að hluta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert