„Það er hreint ótrúlegt að þeir þingmenn séu til, sem trúi því í hjarta sínu að framþróun sjávarútvegs, aukinni verðmætasköpun og ekki síst lífsgæðum þeirra er koma til með að starfa í greininni í framtíðinni sé best borgið með því að ganga sífellt lengra í því að skerða rekstrargrunn þeirra fyrirtækja sem bestum tökum hafa náð á rekstri í sjávarútvegi.“
Þannig segir í nýrri umsögn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, sem send hefur verið atvinnuveganefnd Alþingis.
Í umsöginni segir einnig: „Yfirlýstur tilgangur er að efla útgerð og stuðla að nýliðun í þeim útgerðarflokki sem útilokað er að skilað geti nokkru sinni hliðstæðri hagkvæmni og arðsemi og hinn hefðbundni floti hefur verið fær um að gera. Þótt ekki sé vísað til annars en legu landsins og þeirra veðurfarsaðstæðna sem ríkja á Íslandsmiðum. Stöðugleiki í framboði sjávarafurða til viðskiptavina um allan heim er lykillinn að velgengni í matvælaframleiðslu.“