Óvíst um komu Skálabergs RE

Skálabergið, nýjasta viðbótin við flota frystitogara Íslendinga liggur enn í …
Skálabergið, nýjasta viðbótin við flota frystitogara Íslendinga liggur enn í höfn á Kanaríeyjum.

Óvíst er hvort eða þá hvenær frystitogari Brims hf., Skálaberg RE-7, kemur til landsins.

„Miðað við stöðuna í dag þá er ekki lengur rekstrargrundvöllur fyrir frystitogara, hvað þá ef nýja fiskveiðistjórnunarfrumvarpið fer í gegn,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. „Við héldum að þetta umhverfi yrði lagað. Það eru bara ákveðin útgerðarfyrirtæki sem borga veiðigjöld og önnur gera það ekki nema að hluta eða alls ekki. Við lendum mjög illa í því.“

Guðmundur sagði að yrði rekstrarumhverfið ekki lagað þá horfði illa fyrir þeim sem þyrftu að borga fullt gjald. Hann sagði að undanfarið hefði aðallega verið fjölgað smábátum, t.d. strandveiðibátum, á miðunum en þeir þyrftu ekki að borga veiðigjald. Sama gilti um þá sem væru með „réttar“ skuldir miðað við veiðigjaldsformúluna. Loks fengi allur uppsjávarflotinn ívilnanir gagnvart veiðigjaldi því þorskígildisstuðullinn fyrir uppsjávartegundirnar væri svo vitlaus.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert