Nýjar aflareglur staðfestar

mbl.is/Sigurður Bogi

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur staðfest að tillögur íslenskra stjórnvalda um nýtingaráætlun og aflareglur fyrir ýsu og ufsa standist alþjóðlegar kröfur um sjálfbærar nýtingaráætlanir fyrir fiskistofna.

Stjórnvöld hafa unnið tillögur sínar í samráði við Hafrannsóknastofnun og fulltrúa sjávarútvegarins undanfarið ár og óskuðu svo álits ICES á hvort þær stæðust alþjóðleg viðmið um sjálfbærni og langtímaafrakstur.

Reglan fyrir ufsa kveður á um að heimilt verði að veiða 20% af viðmiðunarstofninum, það er af fiski fjögurra ára og eldri. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóra Hafró, meðal annars, að aflareglan fyrir ýsu sé flóknari, það helgist af breytileika í vaxtarhraða hennar. Gert er ráð fyrir að veiða megi 40% af 45 sentimetra löngum fiski og stærri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert