Rúmlega 14.400 manns hafa skrifað undir áskorun á netinu til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjaldið.
Segir á vef undirskriftarsöfnunarinnar að verði þingheimur ekki við óskum þeirra sem skrifa undir verði áskorunin send Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og hann hvattur til að undirrita ekki lög sem taka til breytinga á lögum um veiðigjöld heldur vísi þeirri ákvörðun í þjóðaratkvæði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar, segir á vef undirskriftarsöfnunarinnar.