14.400 undirskriftir

mbl.is/Sigurður Bogi

Rúm­lega 14.400 manns hafa skrifað und­ir áskor­un á net­inu til Alþing­is um að samþykkja ekki frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjaldið.

Seg­ir á vef und­ir­skrift­ar­söfn­un­ar­inn­ar að verði þing­heim­ur ekki við ósk­um þeirra sem skrifa und­ir verði áskor­un­in send Ólafi Ragn­ari Gríms­syni for­seta Íslands og hann hvatt­ur til að und­ir­rita ekki lög sem taka til breyt­inga á lög­um um veiðigjöld held­ur vísi þeirri ákvörðun í þjóðar­at­kvæði til eig­enda fisk­veiðiauðlind­ar­inn­ar, ís­lensku þjóðar­inn­ar, seg­ir á vef und­ir­skrift­ar­söfn­un­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert