Fingraför Framsóknar víða

„Breyt­inga­ferlið frá Hús­næðis­stofn­un yfir í hinn nýja Íbúðalána­sjóð ber aug­ljós merki þess að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og fé­lag­ar í þeim flokki komu þar mjög við sögu. Tengsl hús­næðismála við ákveðinn stjórn­mála­flokk höfðu raun­ar vart verið jafn áber­andi allt frá sjö­unda ára­tugn­um, þegar Alþýðuflokk­ur­inn hafði haft sterka stöðu um mót­un og fram­kvæmd hús­næðis­stefnu lands­manna ...“

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um Íbúðalána­sjóð sem gerð var op­in­ber í gær þar sem fjallað er um póli­tísk af­skipti af sjóðnum meðal ann­ars þegar kom að ráðning­ar­mál­um. Í kafl­an­um er farið með ít­ar­leg­um hætti yfir sögu póli­tískra af­skipta af hús­næðismál­um á Íslandi allt frá því í byrj­un síðustu ald­ar. Lengst af hafi ráðherr­ar mála­flokks­ins komið úr röðum vinstri flokk­anna, einkum Alþýðuflokks­ins. Und­an­tekn­ing­arn­ar frá því séu þau tíma­bil þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi starfað sam­an í tveggja flokka stjórn­um en þá hef­ur hann alla­jafna verið í hönd­um fram­sókn­ar­manna.

Löng seta ráðherra úr sama flokki óheppi­leg

„Ætla má einnig að löng seta ráðherra úr sama flokki sem æðsti ábyrgðaraðili hús­næðismála auki nokkuð hætt­una á sterk­um póli­tísk­um vensl­um inn­an stjórn­sýsl­unn­ar. Lengstu tíma­bil ein­stakra flokka við stjórn­völ fé­lags­málaráðuneyt­is­ins voru ann­ars veg­ar tíma­bil Alþýðuflokks­ins í Viðreisn­ar­stjórn­inni 1959–1971 og síðan tíma­bil sam­stjórna Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins árin 1995–2007. Átta af þess­um 12 árum, árin 1995–2003, gegndi Páll Pét­urs­son embætti fé­lags­málaráðherra. Arftaki hans, Árni Magnús­son, sat síðan í embætti til mars 2006 og loka­ár Fram­sókn­ar­flokks­ins í fé­lags­málaráðuneyt­inu bætt­ust við sem ráðherr­ar þeir Jón Kristjáns­son og Magnús Stef­áns­son,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Fjallað er um ráðningu Guðmund­ar Bjarna­son­ar sem fyrsta fram­kvæmda­stjóra Íbúðalána­sjóðs en hann var þá ráðherra í rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann tók hins veg­ar ekki við stöðunni fyrr en hann lét af ráðherra­dómi eft­ir þing­kosn­ing­arn­ar 1999. Fram kem­ur að um­sækj­end­ur um stöðuna hafi verið 17 en Guðmund­ur hafi verið tal­inn hæf­ast­ur af sér­stakri und­ir­bún­ings­nefnd að stofn­un Íbúðalána­sjóðs. Vísað er í frétt Morg­un­blaðsins frá þeim tíma í því sam­bandi þar sem rætt var við Gunn­ar S. Björns­son ann­an full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins í nefnd­inni en hann var formaður stjórn­ar Íbúðalána­sjóðs og gegndi stöðu fram­kvæmda­stjóra sjóðsins þar til Guðmund­ur tók við henni.

Gerðar at­huga­semd­ir við ráðningu fram­kvæmda­stjóra

„Ekki verður litið fram hjá þeirri staðreynd að við ráðningu fram­kvæmda­stjóra Íbúðalána­sjóðs varð næst­valda­mesti for­ystumaður Fram­sókn­ar­flokks­ins fyr­ir val­inu: Guðmund­ur Bjarna­son, þáver­andi vara­formaður flokks­ins og ráðherra. Þegar ráðning­in er skoðuð er óhjá­kvæmi­legt að líta til þeirr­ar mennt­un­ar og reynslu sem Guðmund­ur hafði þegar hann sótti um stöðuna. Á vef Alþing­is kem­ur fram að Guðmund­ur hef­ur sam­vinnu­skóla­próf frá Bif­röst, eða það sem einnig er kallað versl­un­ar­próf, sem jafn­gild­ir tveggja ára námi í fram­halds­skóla,“ seg­ir enn­frem­ur í skýrsl­unni. Starfs­reynsla hans hafi einkum sam­an­staðið af þing­mennsku og ráðherra­dómi 1979‒1999.

Fram kem­ur að að í ljósi stjórn­un­ar­hátta og aug­ljósra póli­tískra tengsla megi segja að ráðning Guðmund­ar Bjarna­son­ar í starf fram­kvæmda­stjóra hafi átt lítið skylt við fag­lega ráðningu. „Þessi ákvörðun und­ir­bún­ings­nefnd­ar, þar sem hver og einn nefnd­armaður átti framtíðar­skip­un í stjórn Íbúðalána­sjóðs und­ir ráðherra, stenst ekki þá kröfu um trú­verðug­leika sem gera verður til ráðninga í æðstu stöður og embætti hins op­in­bera. Ráðning af þessu tagi flokk­ast und­ir póli­tíska ráðningu vegna þess að hún ber öll merki þess.“

Ef­ast um fag­lega ráðningu fleiri starfs­manna

Einnig er rætt um ráðningu Halls Magnús­son­ar, fyrr­ver­andi sviðsstjóra hjá Íbúðalána­sjóði, til sjóðsins og að sama skapi lýst efa­semd­um um það hvernig hún kom til. „Einnig vek­ur at­hygli að Hall­ur Magnús­son, sem á þeim tíma hafði lengi verið starf­andi í Fram­sókn­ar­flokkn­um, var ráðinn til stofn­un­ar­inn­ar, fyrst sem yf­ir­maður gæða- og markaðsmá­la en síðar sem yf­ir­maður þró­un­ar- og al­manna­tengslasviðs og að lok­um sem sviðsstjóri þró­un­ar­sviðs. Ekki fæst séð að um­rædd staða hafi verið aug­lýst er Hall­ur var fyrst ráðinn árið 1999,“ seg­ir þannig í skýrsl­unni og á öðru stað: „Hall­ur átti sér sömu­leiðis for­sögu inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins og hafði m.a. starfað sem blaðamaður á mál­gagni flokks­ins, Tím­an­um.“

Þá er í skýrsl­unni bent á ráðningu Jó­hanns G. Jó­hanns­son­ar í þessu sam­bandi. „Svipuð staða virðist hafa verið uppi við fyr­ir­komu­lag á ráðningu Jó­hanns G. Jó­hanns­son­ar. Þótt Jó­hann hafi ekki haft sömu tengsl við Fram­sókn­ar­flokk­inn og þeir tveir ein­stak­ling­ar sem getið er hér á und­an, var hann ráðinn inn sem verktaki en ekki launamaður í byrj­un. Ráðning hans var ekki að und­an­geng­inni aug­lýs­ingu eft­ir því sem næst verður kom­ist,“ seg­ir enn­frem­ur í skýrsl­unni. Bent er á að fundið hafi verið að ráðningu Jó­hanns í skýrslu innri end­ur­skoðunar árið 2005.

Eins og mbl.is hef­ur fjallað um til­kynnti Hall­ur í gær að hann ætlaði að höfða meiðyrðamál gegn rann­sókn­ar­nefnd­inni þar sem því sé haldið fram í skýrslu nefnd­ar­inn­ar að ráðning hans til Íbúðalána­sjóðs hafi verið póli­tísk og gefið í skyn að staðan hafi ekki verið aug­lýst.

Koma niður á trú­verðug­leika og eft­ir­liti

Fram kem­ur í niður­stöðum rann­sókn­ar­skýrsl­unn­ar að póli­tísk­ar ráðning­ar séu ein skýr­ing­in á því að eft­ir­lit með Íbúðalána­sjóði var ekki full­nægj­andi þegar um­fangs­mestu breyt­ing­arn­ar á lána­starf­semi sjóðsins voru gerðar árið 2004 þegar hús­bréfa­kerfið var lagt niður og í stað þess tek­in upp bein pen­ingalán. Fram kem­ur að „póli­tísk­ar ráðning­ar, að því er séð verður, í stöður fram­kvæmda­stjóra Íbúðalána­sjóðs, for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits og banka­stjóra Seðlabanka Íslands“ hafi rýrt trú­verðug­leika og þess­ara stofn­ana og virkni eft­ir­lits þeirra með starf­semi sjóðsins.

Nefnd­ar­menn lögðu hins veg­ar áherslu á það á blaðamanna­fundi sem fram fór í gær vegna út­komu skýrsl­unn­ar að póli­tísk­ar ráðning­ar þýddu ekki sjálf­krafa að þeir sem ráðnir væru með þeim hætti væru van­hæf­ir til að gegna um­rædd­um störf­um en það kæmi sér hins veg­ar illa þegar trú­verðug­leiki væri ann­ars veg­ar og þá einkum og sér í lagi í til­felli eft­ir­lits­stofn­ana.

Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð kynnt.
Skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar um Íbúðalána­sjóð kynnt. mbl.is/​Golli
Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra.
Páll Pét­urs­son, fyrr­ver­andi fé­lags­málaráðherra.
Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.
Guðmund­ur Bjarna­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Íbúðalána­sjóðs. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert