Kostar yfir 100 milljarða

Vegna hærri vaxta minnkaði uppreiknað tap Íbúðalánasjóðs um 50 milljarða.
Vegna hærri vaxta minnkaði uppreiknað tap Íbúðalánasjóðs um 50 milljarða. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Engin „skýr rök“ eru fyrir sameiningu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) við Landsbankann fremur en að bjóða einnig öðrum fjármálastofnunum starfsemi sjóðsins til sölu. Meðgjöf ríkissjóðs við slíka sameiningu, vegna yfirtöku á þeirri áhættu sem innbyggð er í rekstur ÍLS, gæti legið á bilinu 100-200 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í skýrslu ráðgjafar- og greiningarfyrirtækisins Analytica sem var unnin að beiðni verkefnastjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála og Morgunblaðið hefur undir höndum. Gert er ráð fyrir að hún skili tillögum sínum til ríkisstjórnarinnar í febrúar.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að það er mat skýrsluhöfunda Analytica að út frá „hagfræðilegum og samkeppnislegum sjónarmiðum“ kynni sala á ÍLS eða lánasafni hans til hæstbjóðanda ennfremur að vera álitlegri kostur en sameining við Landsbankann. Samkvæmt þeirri sviðsmynd myndu fjármálafyrirtæki alfarið sjá um veitingu almennra íbúðalána og félagslegt hlutverk ríkisins yrði endurskilgreint.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka