Voru á rangri braut

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi. mbl.is/Eggert

„Í fyrsta lagi er ljóst að menn hafa tekið rangar ákvarðanir og verið á rangri braut um nokkurt skeið án þess að hafa gert sér grein fyrir því og þrátt fyrir aðvörunarorð. Það er
mjög alvarlegt þar sem Íbúðalánasjóður er rekinn með ríkisábyrgð.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í dag varðandi skýrslu rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð sem kynnt var í gær.

„Ríkisábyrgð er ekki alltaf lausn allra vandamála þegar menn eru að finna leiðir til að mæta þörfum fólksins í landinu, ríkisábyrgð er engin töfralausn.“ segir Bjarni ennfremur. Og bætir við, að stjórnvöld eigi enn eftir að útfæra bestu leiðina til að takast á við greiðsluvanda Íbúðalánasjóðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert