Árni Páll taldi lánin vera lögleg

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/Eggert

„Lög um sjóðinn og ákvæði EES-samningsins standa því ekki í vegi fyrir að sjóðurinn ávaxti uppgreiðslufé með þeim hætti sem heppilegast er fyrir sjóðinn, enda ekki um það að ræða að sjóðurinn afli fjár á skuldabréfamarkaði sem síðan sé varið til endurlána til fjármálastofnana.“

Þetta sagði í lögfræðiáliti sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar en þá héraðsdómslögmaður, vann fyrir Íbúðalánasjóð árið 2005 og birt var í Morgunblaðinu í júní það ár.

Árni Páll sinnti lögfræðiráðgjöf fyrir sjóðinn 2004-2008. Greiðslur til hans frá ÍLS á þessum árum námu tæplega 39 milljónum, að því er fram kemur í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánsjóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert