Mikil óvissa um veiðigjöld

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ef forsetinn neitar nýjum lögum um sérstök veiðigjöld staðfestingar og lögin yrðu felld í þjóðaratkvæðisgreiðslu yrðu engin sérstök veiðigjöld á næsta fiskveiðiári, að sögn Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis.

Ástæðan er sú að fiskveiðiárið hefst 1. september og mjög ólíklegt sé að atkvæðagreiðslan verði fyrir þann tíma. Ekki er hægt að leggja á sérstakt veiðigjald aftur í tímann. „Afleiðingin yrði sú að einungis yrði almenna veiðigjaldið borgað á næsta fiskveiðiári,“ segir Jón.

Lögin sem í gildi voru áður en ný lög voru samþykkt eru sögð óframkvæmanleg og er því ekki unnt að leggja á sérstök veiðigjöld samkvæmt þeim lögum fyrir komandi fiskveiðiár ef nýju lögin verða felld úr gildi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál eþtta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert