90% lánunum ekki um að kenna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, sagði í viðtali í Morg­unút­varpi Rás­ar 2, að fast­eigna­ból­an svo­kallaða hafi orðið til dag­inn sem bank­arn­ir komu inn á lána­markaðinn.

Ekki hafi verið um að kenna 90% lán­um Íbúðalána­sjóðs og að í raun hafi ekki nema 20-40 slík lán verið veitt á höfuðborg­ar­svæðinu. Í fram­haldi af því að bank­arn­ir hafi komið inn á markaðinn hafi fast­eigna­markaður­inn sprungið.

Hann sagði að í rann­sókn­ar­skýrslu um Íbúðalána­sjóð væri ekki rök­stutt nægi­lega að 90% lán­in hefðu orðið völd að þenslu á fast­eigna­markaði. Sig­mund­ur sagði menn ekki geta sleppt því að setja tap Íbúðalána­sjóðs í sam­hengi við hrunið 2008 og tapið í fram­haldi af því. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert