Fundur sem nýlega var haldinn á Raufarhöfn í stjórn Landssambands smábátaeigenda „þakkar velvild þjóðarinnar í garð strandveiða“.
Þar segir að strandveiðar hafi á aðeins örfáum árum sannað gildi sitt fyrir auðugra mannlífi í hinum dreifðu byggðum, samhliða því að vera til fyrirmyndar um nýtingu auðlindarinnar með umhverfisvænum hætti.
Það er skoðun LS að veiðar handfærabáta skili þeim stofnum sem þeir nýta sjálfbærum til komandi kynslóða. Með vísan til þess eigi veiðar þeirra að vera fyrir utan ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og ekki á nokkurn hátt að hafa áhrif á ákvörðun ráðherra um heildarafla.