Fá 30% fyrir frjálsar rækjuveiðar

Veiðar á úthafsrækju voru gefnar frjálsar frá og með upphafi …
Veiðar á úthafsrækju voru gefnar frjálsar frá og með upphafi fiskveiðiársins 2010/ 2011 en áður höfðu þær stýrst af aflahlutdeildarkerfinu. mbl.is

„Við erum veru­lega ósátt­ir með þessa ákvörðun ráðherra og þetta minn­is­blað sem lagt var fram í gær,“ seg­ir Ad­olf Guðmunds­son, formaður LÍÚ. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann, að með því að út­hluta rækju ekki sam­kvæmt afla­hlut­deild fyr­ir kom­andi ár sé verið að brjóta lög.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, kynnti í gær að vinna væri að hefjast í ráðuneyt­inu við nýtt frum­varp til laga sem mun breyta stjórn veiða á út­hafs­rækju. Sam­kvæmt því verður tekið til­lit til veiðireynslu síðustu þriggja ára, þegar veiðar voru ótak­markaðar.

Veiðar voru gefn­ar frjáls­ar 2010 en stjórn­völd hyggj­ast koma á veiðistjórn á nýj­an leik en út­hluta sam­kvæmt nýj­um regl­um. Þeir sem áttu afla­hlut­deild áður en veiðar voru gefn­ar frjáls­ar munu fá 70% af kvót­an­um í út­hafs­rækju en þeir sem hafa stundað veiðar und­an­far­in þrjú ár munu fá 30%. Veiðar á kom­andi fisk­veiðiári eiga ekki að telja við ákvörðun veiðireynslu en veiðar verða frjáls­ar upp að til­teknu magni þar til frum­varpið verður samþykkt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka