Mjólk, ostar og skyr úr vestfirskum kúm

Stútfullar skyrdósir, ávalir ostar, hnausþykkur þeytirjómi og belgmiklar mjólkurfernur renna senn um færibönd verksmiðjuhúsnæðis við höfnina í Bolungarvík sem hýsti áður rækjuverksmiðjuna Kampa.Mjólkurvinnslan Arna hyggur þar á framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum, áætlað er að hún hefjist í næstu viku og mun hráefnið koma frá vestfirskum kúm. Gangi áætlanir eftir verður framleitt úr um einni og hálfri milljón lítra á ári og margar nýjungar munu líta dagsins ljós.Fyrstu vikurnar verður framleiðslan einungis seld á norðanverðum Vestfjörðum, en innan skamms verður hún fáanleg um allt land.„Eftir þrjú ár áætlum við að geta unnið úr allri þeirri mjólk sem framleidd er á svæðinu, sem er um 1,5-1,7 milljónir lítra á hverju ári,“ segir Hálfdán Óskarsson, mjólkurtæknifræðingur og einn af eigendum Örnu. „Þetta verður eins vestfirskt og hægt er.“Hálfdán segist búast við að framleiðslunni verði tekið fagnandi „Það er áætlað að 5-10%, þjóðarinnar, eða 15.000-30.000 manns, séu með mjólkuróþol. Þessu til viðbótar eru margir sem ekki vilja laktósa af ýmsum ástæðum.“

Til að byrja með er búist við að fimm til sex starfi við framleiðsluna, en þegar ostagerðin verður komin á fullt skrið er gert ráð fyrir 10 til 11 starfsmönnum. Það verður væntanlega á næsta ári og þá munu ýmsar nýjungar í íslenskri ostaframleiðslu líta dagsins ljós, að sögn Hálfdánar. Hann er ófáanlegur til að nefna einstakar ostategundir, en segir að horft verði til matargerðar Miðjarðarhafslandanna við framleiðsluna.  Spurður um hvort nýrra bragðtegunda í skyr- og jógúrtdósum sé að vænta segir Hálfdán að svo verði líklega þegar líður á. „Við höfum áhuga á að koma Íslendingum á nýtt og spennandi bragð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert