Ekkert mál að koma út úr skápnum

Hákon Guðröðarson, 25 ára gamall frumkvöðull,  hefur ásamt manni sínum, Hafsteini Hafsteinssyni,  opnað sælkeraverslun og veisluþjónustu í Neskaupstað sem notið hefur vinsælda á meðal heimamanna  og fólks í nærsveitum. Hákon hefur einnig sett á fót ferðaþjónustufyrirtæki og matarbíl sem ferðast um Austurland.

Hann segir að hann hafi ekki órað fyrir því að hann myndi flytja til baka á Neskaupstað þegar hann yfirgaf staðinn 15 ára gamall. Nú horfir hann öðrum augum á tilveruna og telur Norðfirðinga opna fyrir nýjungum.  

Nánar verður fjallað um Neskaupstað í Morgunblaðinu á morgun mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert