Séu ekki eins og hver önnur eign

Deilt er um lögmæti nýju veiðigjaldanna frá því í fyrrasumar.
Deilt er um lögmæti nýju veiðigjaldanna frá því í fyrrasumar. mbl.is/Eggert

Sú lagalega túlkun að aflaheimildir njóti verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar eins og hver önnur eignarréttindi er hæpin.

Þetta er mat Helga Áss Grétarssonar, dósents í lögfræði við Háskóla Íslands, en tilefnið er álitsgerð sem Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, vann að beiðni útgerðarfyrirtækis. Helgi Áss vísar í þessu efni til þriggja dóma Hæstaréttar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið veiðigjaldsnefnd að gaumgæfa leiðir varðandi álagningu veiðigjalda. Í nefndinni sitja þrír sérfræðingar og báðust allir undan viðtali vegna sjónarmiða Jóns Steinars. Vísuðu allir á lögfræðinga í því efni, enda væru þeir sjálfir ekki löglærðir.

Var ein niðurstaða Jóns Steinars sú að nýleg lög um veiðigjöld (nr. 74/2012) brytu gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrár, líkt og rakið var í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert