Niðurstaða kirkjunnar smánarleg

Landakotsskóla hefur nú verið breytt í sjálfseignarstofnun en Kaþólska kirkjan …
Landakotsskóla hefur nú verið breytt í sjálfseignarstofnun en Kaþólska kirkjan rak skólann áður. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Lögmaður manns úr hópi þeirra 17 sem gerðu kröfu á kaþólsku kirkj­una á Íslandi vegna of­beld­is­brota seg­ir að bæt­urn­ar sem hann fékk greidd­ar í gær séu skamm­ar­leg­ar. Hann hafi þó fyrst og fremst viljað viður­kenn­ingu af hálfu kirkj­unn­ar á brot­un­um, en kirkj­an tek­ur ekki af­stöðu til ein­stakra mála.

mbl.is sagði frá því í gær að Kaþólska kirkj­an hafi greitt ein­greiðslur, á bil­inu frá nokkr­um tug­um þúsunda upp um hálfa millj­ón, inn á banka­reikn­inga þeirra 17 sem gerðu kröf­ur á kirkj­unn­ar vegna and­legs, kyn­ferðis­legs eða ann­ars of­beld­is sem börn.

Kirkj­an hef­ur ít­rekað bæði í frétta­til­kynn­ingu og bréfi til þolend­anna með ein­greiðsl­un­um fel­ist eng­in viður­kenn­ing á bóta­skyldu, held­ur séu þær gerðar af frjáls­um vilja. Ann­ar maður úr hópn­um, sem mbl.is ræddi við í gær, sagði ein­greiðsluna eins og blauta tusku í and­litið. „Kaþólska kirkj­an hef­ur reynst mér illa í gegn­um tíðina og núna sýndi hún það virki­lega að hún kann ekki að iðrast.“ 

Vitað frá upp­hafi að kirkj­an væri ekki bóta­skyld

Ísleif­ur Friðriks­son var sá sem fyrst­ur rauf þögn­ina um of­beldið gagn­vart börn­um inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar á Íslandi. Það gerði hann í nafn­lausu viðtali í Frétta­tím­an­um árið 2011, þar sem hann lýsti kyn­ferðis­legu og and­legu of­beldi sem hann varð fyr­ir af hálfu séra Georg og Mar­grét­ar Müller alla hans skóla­göngu í Landa­kots­skóla, frá 7 til 13 ára ald­urs.

Í gær fékk Ísleif­ur greidd­ar 170 þúsund krón­ur frá kaþólsku kirkj­unni. Í viðtali við Kast­ljós sagðist hann ekki ætla að þiggja þenn­an pen­ing enda sjái hann eng­an til­gang með þessu ann­an en að kirkj­an sé að fegra sjálfa sig.

„Það fylg­ir eng­inn hug­ur með,“ sagði Ísleif­ur í Kast­ljós­inu. Hann benti á að það hafi frá upp­hafi verið vitað mál að þolend­urn­ir ættu eng­an bóta­kröfu­rétt, enda mál­in fyrnd. Það hafi hins­veg­ar verið að beiðni bisk­ups sem hann og hin 16 skiluðu inn kröfu um bæt­ur, en ljóst sé nú að aldrei hafi verið nein löng­un hjá kirkj­unni til að mæta þeim kröf­um.

„Kirkj­an átti á sín­um tíma mögu­leika á því að af­greiða þetta á fal­leg­an og el­eg­ant hátt,“ sagði Ísleif­ur. Það hafi hins veg­ar ekki verið gert. Hann sagði að ekk­ert hafi komið út úr nefnd­um kirkj­unn­ar annað en það sem vitað var fyr­ir, enda hafi hon­um og öðrum þolend­um alltaf verið það ljóst að ekki væri hægt að sanna neitt.

„Hvað ætluðu þeir að sanna? Það var eng­inn inni í þess­um her­bergj­um þar sem við vor­um pínd [...] Það var ekk­ert hægt að sanna. Ég vildi bara að kirkj­an bæri ábyrgð á þessu. Ég ætlaði að fá smá frið í hjartað.“

Ósmekk­leg­ur katt­arþvott­ur

Guðrún„ Björg Birg­is­dótt­ir, lögmaður Ísleifs, seg­ir það und­ar­legt að kaþólska kirkj­an hafi tekið svo lang­an tíma til að fara yfir málið þegar niðurstaðan, eins og hún horfi við henn­ar skjól­stæðingi, sé í raun eng­in. 

„Í bréf­inu sem hann fékk frá þeim er ekk­ert sem út­skýr­ir hvað þeir voru að gera í þessi þrjú ár. Ég veit ekki hvers vegna þeir telja sig ekki vera bóta­skylda gagn­vart hon­um. Það kem­ur ekk­ert fram um það. Það seg­ir ekk­ert hvort hon­um sé trúað eða ekki.“

Rann­sókn­ar­nefnd Kaþólsku kirkj­unn­ar komst að þeirri niður­stöðu í skýrslu sinni, sem kom út í nóv­em­ber 2012, að Pét­ur Bürcher bisk­up hafi borið að tryggja að mál Ísleifs fengi frek­ari rann­sókn og meðhöndl­un þegar kirkj­an fékk fyrst upp­lýs­ing­ar um það. Með því að aðhaf­ast ekki hafi bisk­up van­rækt skyld­ur sín­ar.

Ekk­ert er fjallað um þetta í hinu „end­an­lega svari“ sem Ísleif­ur fékk sent í síðustu viku. Þar er hins­veg­ar tí­undað að kirkj­an hafi á und­an­förn­um árum „lagt mikla vinnu, krafta og fjár­muni í þetta mál, einkum hvað snert­ir nefnd­irn­ar báðar og starfs­fólk.“

Þá seg­ir að „þrátt fyr­ir“ þessa miklu vinnu sé kirkj­an staðráðin í að sýna „vott um vel­vilja“, með ein­greiðslu. Upp­hæð henn­ar var ekki nefnd í bréf­inu en reynd­ist síðan vera 170 þúsund krón­ur sem fyrr seg­ir.

Guðrún Björg seg­ir þessi orð kirkj­unn­ar ósmekk­leg og dæmi­gerðan katt­arþvott.

Kirkj­an aldrei haft beint sam­band

Ísleif­ur sagði í Kast­ljós­inu í gær að frá því hann opnaði fyrst á þessi mál, með blaðaviðtal­inu 2011, hafi eng­inn frá Kaþólsku kirkj­unni talað við hann beint, ein­ung­is hafi verið höfð sam­skipti við hann gegn­um lög­fræðileg bréf. Í síðasta bréf­inu er tekið fram að kirkj­unn­ar menn séu „æv­in­lega reiðubún­ir að veita yður sálu­hjálp­lega aðstoð“.

Í sept­em­ber síðast liðnum óskaði Guðrún Björg fyr­ir hans hönd eft­ir af­riti af skýrslu fagráðsins um bóta­kröfu hans. 9 vik­um síðar barst þeim skrif­legt svar um að kirkj­an myndi hvorki tjá sig né taka form­lega af­stöðu til ein­stakra mála.

„Við vor­um ekki að biðja um af­stöðu held­ur niður­stöðu, ein­hverja um­fjöll­un um málið,“ seg­ir Guðrún Björg. Sjálf­ur sagði Ísleif­ur í Kast­ljósi í gær að hann sjái mikið eft­ir því að hafa yf­ir­höfuð farið af stað með málið fyrst þetta var niðurstaðan. „Ég er brot­inn maður eft­ir sem áður.“

Ísleifur Friðriksson sagðist í Kastljósinu í gærkvöld ekki ætla að …
Ísleif­ur Friðriks­son sagðist í Kast­ljós­inu í gær­kvöld ekki ætla að þiggja bæt­urn­ar sem Kaþólska kirkj­an á Íslandi býður hon­um. Skjá­skot/​Kast­ljós
Rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar skilaði sinni skýrslu með áfellisdómi árið 2011.
Rann­sókn­ar­nefnd kaþólsku kirkj­unn­ar skilaði sinni skýrslu með áfell­is­dómi árið 2011. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Dómkirkja Krists konungs í Landakoti.
Dóm­kirkja Krists kon­ungs í Landa­koti. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka