Adolf Inga sagt upp

Adolf Ingi hefur lengi starfað sem íþróttafréttamaður á RÚV.
Adolf Ingi hefur lengi starfað sem íþróttafréttamaður á RÚV. mbl.is

Meðal starfs­manna RÚV sem hafa fengið upp­sagn­ar­bréf í dag eru frétta­menn­irn­ir og dag­skrár­gerðar­menn­irn­ir Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son, Ad­olf Ingi Erl­ings­son, Þorkell Gunn­ar Sig­ur­björns­son, Guðfinn­ur Sig­ur­vins­son, Kristó­fer Svavars­son, Linda Blön­dal, Mar­grét Erla Maack og Berg­lind Eygló Jóns­dótt­ir. Gunn­ari Gunn­ars­syni um­sjón­ar­manni Speg­ils­ins hef­ur verið boðinn starfs­loka­samn­ing­ur.

Í frétta­til­kynn­ingu sem Páll Magnús­son út­varps­stjóri sendi frá sér í morg­un seg­ir að vegna niður­skurðar í rekstri Rík­is­út­varps­ins þurfi að fækka starfs­mönn­um hjá stofn­un­inni um 60, þar af verði bein­ar upp­sagn­ir 39 sem koma til fram­kvæmda nú þegar.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að RÚV þurfi að skera niður um hálf­an millj­arð króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert