„Ég var rekinn í dag“

Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur starfað við Kastljósið sl. þrjú ár.
Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur starfað við Kastljósið sl. þrjú ár. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofn­un­inni og framtíð henn­ar. Og ég er ansi hrædd­ur um að enn erfiðara verði að sinna rann­sókn­ar­blaðamennsku.“ Þetta seg­ir Jó­hanns Kr. Kristjáns­son sem var einn þeirra sem var sagt upp hjá RÚV í dag.

Jó­hann­es skrif­ar á bloggsíðu sína í dag þar sem hann kveður sam­starfs­menn sína. Pist­ill­inn hefst á orðunum: „Ég var rek­inn í dag“.

Jó­hann­es hef­ur starfað við Kast­ljós RÚV í tæp­lega þrjú ár. Hann seg­ir að það hafi verið áfall að fá þess­ar frétt­ir, bæði fyr­ir sig og tugi annarra starfs­manna RÚV.

„Þessi tími hjá stofn­un­inni hef­ur verið frá­bær. Mitt fyrsta mál í Kast­ljósi var mjög per­sónu­legt. Ég opnaði á sögu Sissu minn­ar sem lést sum­arið 2010 og það að koma fram í viðtali og ræða dauða dótt­ur minn­ar er eitt það erfiðasta sem ég hef gert á minni ævi. Í fram­hald­inu fjallaði ég um myrk­an heim lækna­dóps­ins sem er enn að taka fjölda ungs fólks í dauðann. Þessi um­fjöll­un hef­ur hjálpað mörg­um.

En ég hef, með frá­bæra stars­fólki í Kast­ljós­inu og fleiri deild­um RÚV, unnið að fleiri mál­um sem hafa breytt ör­litlu í þessu sam­fé­lagi. Og í mín­um huga á blaðamennska að snú­ast um það – að benda á hluti sem bet­ur mega fara, benda á spill­ingu, af­hjúpa ljótu mál­in og vera tengiliður fólks­ins sem eiga sér enga mál­svara – ger­ast mál­svari þeirra og leita svara í kerfi sem veit­ir þessu fólki ekki rétta þjón­ustu.

Mitt helsta áhuga­mál, fyr­ir utan fjöl­skyld­una mína, er blaðamennska og þá ekki síst það sem við köll­um rann­sókn­ar­blaðamennsku. Ég hef á síðustu 10 árum verið að þjálfa sjálf­an mig upp í þess­ari teg­und blaðamennsku og það er skóli út lífið því mál­in eru svo mörg og mis­mun­andi að aðferðirn­ar sem maður þarf að beita eru sjaldn­ast þær sömu.

Rann­sókn­ar­blaðamennska (gagn­rýn­in blaðamennska) er eitt mik­il­væg­asta verk­færið í lýðræðis­sam­fé­lagi. Við í Kast­ljós­inu höf­um, þrátt fyr­ir mann­fæð, reynt að sinna þessu hlut­verki af kost­gæfni – og sumt hef­ur tek­ist mjög vel eins og sag­an sýn­ir.

Frá­bæru fyrr­um sam­starfs­menn RÚV. Ég kveð ykk­ur öll með trega og það hef­ur verið sann­ur heiður að vinna með ykk­ur þenn­an tíma. Í hverju horni stofn­un­ar­inn­ar er frá­bært starfs­fólk sem hef­ur það eina mark­mið að koma efni til al­menn­ings í hvaða formi sem það er.

Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofn­un­inni og framtíð henn­ar. Og ég er ansi hrædd­ur um að enn erfiðara verði að sinna rann­sókn­ar­blaðamennsku.

Á þess­um tíma­mót­um er framtíð mín óráðin að sjálf­sögðu. Ég fer hins­veg­ar frá RÚV með stór mál sem ég hef verið með í und­ir­bún­ingi í lang­an tíma. Sum eru kom­in stutt á veg – önn­ur lengra. Verk­efnið næstu vik­urn­ar verður að klára mál­in og finna þeim far­veg þannig að al­menn­ing­ur fái upp­lýs­ing­arn­ar.

Mín­ar allra bestu kveðjur til ykk­ar allra og sér­stak­lega ykk­ar sem eft­ir standa í Kast­ljósi og öðrum deild­um sem koma að vinnslu þátt­ar­ins,“ seg­ir Jó­hann­es á bloggsíðu sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert