Ekki verið að standa við hótanir

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segir að með niðurskurði til RÚV sé ekki verið að standa við það sem einhverjir myndu kalla hótanir stjórnvalda í garð stofnunarinnar. Hann segir ríkissjóð í þeim sporum að sé ætlunin að halda uppi þjónustunni þurfi að taka lán fyrir því sem sé ekki boðlegt.

Hann segir að sem betur fer sé öflug blaðamennska til staðar víðar og því ætti niðurskurðurinn ekki að koma illa niður á stöðu hennar í landinu. Jafnframt hafi yfirmenn RÚV væntanlega haft lög um hlutverk stofnunarinnar í huga þegar farið var í aðgerðirnar til að koma í veg fyrir að uppsagnirnar kæmu illa niður á því lögbundna hlutverki.

Mbl.is ræddi við Illuga í dag um uppsagnirnar á RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert