Fréttatímum fækkað og þeir styttir

Páll Magnússon útvarpsstjóri
Páll Magnússon útvarpsstjóri mbl.is/Rax

Niðurskurður Ríkisútvarpsins upp á 500 milljónir króna þýðir að nokkrir dagskrárliðir hverfa bæði í útvarpi og sjónvarpi. Fréttatímar munu styttast og þeim mun fækka. 39 starfsmönnum RÚV verður sagt upp í dag. Alls verður starfsmönnum RÚV fækkað um 60 vegna niðurskurðarins.

„Það er óhjákvæmilegt að niðurskurður af þessari stærðargráðu hefur mikil áhrif á dagskrá Ríkisútvarpsins. Hann mun bæði sjást og heyrast. Nokkrir dagskrárliðir í útvarpi og sjónvarpi munu hverfa, öðrum fækkar og enn aðrir breytast og þynnast. Fréttatímar munu styttast og þeim mun fækka,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri í tilkynningu sem send var til fjölmiðla í morgun.

Páll Magnússon útvarpsstjóri mun halda fund með starfsfólki á föstudag og fyrr mun hann ekki tjá sig við aðra fjölmiðla.

Starfsmönnum RÚV fækkað um 60

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert