Ekki hægt að komast hjá uppsögnum

Mik­il óánægja var á starfs­manna­fundi Rík­is­út­varps­ins sem fram fór í morg­un þar sem Páll Magnús­son, út­varps­stjóri, ræddi við starfs­menn um upp­sagn­irn­ar sem til­kynnt var um í gær og niður­skurð í starf­semi stofn­un­ar­inn­ar.

Haft er eft­ir Páli í há­deg­is­frétt­um Rík­is­út­varps­ins að óhjá­kvæmi­legt hafi verið að ráðast í þess­ar aðgerðir vegna minni fjár­fram­laga til stofn­un­ar­inn­ar. Ekki hafi verið mögu­legt að ráðast í aðrar aðgerðir líkt og gert hefði verið til þessa eins og frest­un á lög­bundn­um fram­kvæmd­um.

Sagði hann að fram­ganga síðustu þriggja rík­is­stjórna þýddi að Rík­is­út­varpið yrði til fram­búðar um 25% minna en það hafi verið árið 2009.

Hóp­ur fólks er nú stadd­ur við Rík­is­út­varpið þar sem upp­sögn­un­um og niður­skurðinum er mót­mælt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert