Fulltrúar fjölmargra félaga í skapandi greinum hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem niðurskurði til Ríkisútvarpsins er mótmælt. Hópurinn hvetur þingheim til þess að „afturkalla hann hið bráðasta og búa svo um hnúta að Ríkisútvarpinu verði aftur gert kleift að sinna lögboðnu menningar- og fræðsluhlutverki sínu,“ eins og segir í tilkynningunni.
Tilkynningin í heild sinni:
Ríkisútvarpið er ein allra mikilvægasta stofnun lýðveldisins Íslands. Og gott betur því um átta áratuga skeið hefur hún verið einn af burðarásum menningarlífsins, atkvæðamikil í mótun sjálfsvitundar okkar, áttaviti og staðsetningartæki. Sérstaða Ríkisútvarpsins er að þessu leyti alger í flóru íslenskra fjölmiðla. Það er því með nokkrum ólíkindum ef stjórnvöld ætla að láta viðgangast þann niðurskurð sem nú hefur verið boðaður þar sem höggva á stór skörð í mannaflann og hola innan dagskrána.
Við undirrituð viljum mótmæla þessum gerningi og hvetjum þingheim til að afturkalla hann hið bráðasta og búa svo um hnúta að Ríkisútvarpinu verði áfram gert kleift að sinna lögboðnu menningar- og fræðsluhlutverki sínu.
Það hefur aldrei verið brýnna en einmitt nú.
Undir tilkynninguna skrifa:
Andri Snær Magnason, rithöfundur
Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna Guðrún Kvaran, prófessor Gunnar Guðbjörnsson, formaður Félags íslenskra tónlistarmanna Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndargerðarmanna Hrafnhildur Sigurðardóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna Jakob Frímann Magnússon, formaður Félags tónskálda og textahöfunda Jón Páll Eyjólfsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags Íslands Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands Kristján Árnason, prófessor Margrét Örnólfsdóttir, formaður Félags leikskálda og handritshöfunda Pétur Gunnarsson, rithöfundur Ragnar Bragason, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara Rebekka Ingimundardóttir, formaður Félags leikmynda- og búningahöfunda Sigríður Melkorka Magnúsdóttir, formaður Félags íslenskra listdansara Sigríður Ólafsdóttir, formaður Arkitektafélags Íslands Sigurður Pálsson, rithöfundur Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur Sveinn Einarsson, leikstjóri Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur Þorbjörn Broddason, prófessor