Hundruð mótmæltu niðurskurði RÚV

Nokkur hundruð manns komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í hádeginu í dag til að mótmæla niðurskurði á stofnuninni en eins og kunnugt er var 39 starfsmönnum sagt upp í gær og tilkynnt var um breytingar á dagskrá og fækkun dagskrárliða.

Uppsagnirnar hafa vakið upp hörð viðbrögð og auk mótmælanna hefur verið hrundið af stað undirskriftasöfnun á netinu þar sem stjórnvöld eru hvött til að endurskoða niðurskurð til stofnunarinnar og afturkalla uppsagnirnar.

Krafa mótmælenda var skýr: Okkar RÚV - Verndum RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert