Uppsagna farið að gæta í dagskrá

Dag­skrá Rás­ar 1 ber þess merki í dag að um helm­ing­ur starfs­manna rás­ar­inn­ar misstu vinn­una í vik­unni. Nokkr­ir dag­skrárliðir falla niður en 39 starfs­mönn­um Rík­is­varps­ins var sagt upp störf­um á miðviku­dag.

Líkt og fram hef­ur komið á mbl.is eru ekki leng­ur sagðar frétt­ir að næt­ur­lagi í Rík­is­út­varp­inu og á næstu dög­um mun vænt­an­lega skýr­ast hvernig dregið verður úr dag­skránni líkt og Páll Magnús­son, út­varps­stjóri hef­ur boðað.

Til að mynda ætti þátt­ur­inn Til­raunaglasið að hljóma í viðtækj­um lands­manna þessa stund­ina en þátt­ur­inn var felld­ur niður. Eins þurfti að fella niður þátt­inn Fimm fjórðu sem var á dag­skrá 16:05 og Litlu flug­una sem átti að hefjast klukk­an 22:15.

Dagskrá Rásar í dag
Dag­skrá Rás­ar í dag
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert