Uppsagna farið að gæta í dagskrá

Dagskrá Rásar 1 ber þess merki í dag að um helmingur starfsmanna rásarinnar misstu vinnuna í vikunni. Nokkrir dagskrárliðir falla niður en 39 starfsmönnum Ríkisvarpsins var sagt upp störfum á miðvikudag.

Líkt og fram hefur komið á mbl.is eru ekki lengur sagðar fréttir að næturlagi í Ríkisútvarpinu og á næstu dögum mun væntanlega skýrast hvernig dregið verður úr dagskránni líkt og Páll Magnússon, útvarpsstjóri hefur boðað.

Til að mynda ætti þátturinn Tilraunaglasið að hljóma í viðtækjum landsmanna þessa stundina en þátturinn var felldur niður. Eins þurfti að fella niður þáttinn Fimm fjórðu sem var á dagskrá 16:05 og Litlu fluguna sem átti að hefjast klukkan 22:15.

Dagskrá Rásar í dag
Dagskrá Rásar í dag
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka