Fækkað um níu hjá Rás 1

mbl.is/Kristinn

Þeir 60 starfs­menn sem hafa misst og munu missa vinn­una hjá Rík­is­út­varp­inu í þeirri viðleitni að ná fram 500 millj­óna króna sparnaði hjá stofn­un­inni fylltu 54 stöðugildi.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Bjarna Guðmunds­syni, fram­kvæmda­stjóra Rík­is­út­varps­ins, verður fækkað um 9 stöðugildi á Rás 1, 4 stöðugildi á Rás 2, 4 stöðugildi hjá sjón­varps­hluta stofn­un­ar­inn­ar, 8 stöðugildi á frétta­stofu og 2 á íþrótta­deild.

Á stoðdeild­um verður fækkað um 20 stöðugildi í tækni-, hönn­un­ar- og safna­deild og um 7 stöðugildi í öðrum deild­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert