Þeir 60 starfsmenn sem hafa misst og munu missa vinnuna hjá Ríkisútvarpinu í þeirri viðleitni að ná fram 500 milljóna króna sparnaði hjá stofnuninni fylltu 54 stöðugildi.
Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Ríkisútvarpsins, verður fækkað um 9 stöðugildi á Rás 1, 4 stöðugildi á Rás 2, 4 stöðugildi hjá sjónvarpshluta stofnunarinnar, 8 stöðugildi á fréttastofu og 2 á íþróttadeild.
Á stoðdeildum verður fækkað um 20 stöðugildi í tækni-, hönnunar- og safnadeild og um 7 stöðugildi í öðrum deildum.