Óhjákvæmilegt að Páll hætti núna

Páll Magnússon lét af störfum sem útvarpsstjóri í dag.
Páll Magnússon lét af störfum sem útvarpsstjóri í dag. mbl.is

Tíma­setn­ing brott­hvarfs Páls Magnús­son­ar úr stóli út­varps­stjóra var óhjá­kvæmi­leg, að sögn for­manns stjórn­ar Rúv. Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að Páll sæki um starfið aft­ur. Ákveðið verður á stjórn­ar­fundi á fimmtu­dag hvort sett­ur verði tíma­bund­inn út­varps­stjóri þar til skipað verður í starfið.

Ingvi Hrafn Óskars­son, stjórn­ar­formaður Rúv, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að trúnaðarbrest­ur sé ekki ástæða þess að Páll Magnús­son lét af störf­um í dag. 

Rétt að aug­lýsa starfið fyr­ir 5 ára samn­ing

Ný lög um Rík­is­út­varpið tóku gildi í vor, þar sem m.a. er kveðið á um að eft­ir­leiðis skuli ráðið í starf út­varps­stjóra til 5 ára í senn, en til þessa hef­ur ráðning­in verði ótíma­bund­in.

Aðspurður hvers vegna þetta sé gert nú, nokkr­um mánuðum eft­ir að lög­in tóku gildi, seg­ir Ingvi Hrafn að tíma­setn­ing­in hafi verið óhjá­kvæmi­leg því störf­um sitj­andi stjórn­ar ljúki í janú­ar, en á henni hvíli sú laga­skylda að koma nýju ráðning­ar­ferli í far­veg áður en hún lýk­ur störf­um.

„Stjórn­in mat það svo, og um það var af­ger­andi afstaða inn­an stjórn­ar, að þetta væri ákvörðun af þeirri stærðargráðu að óhjá­kvæmi­legt væri að gera 5 ára ráðning­ar­samn­ing að loknu um­sókn­ar­ferli,“ seg­ir Ingvi Hrafn. 

Ekk­ert sem bann­ar Páli að sækja um aft­ur

Með öðrum orðum þótti stjórn Rúv ekki við hæfi að gera 5 ára samn­ing við Pál án þess að staðan yrði aug­lýst fyrst. Ingvi Hrafn seg­ir hins­veg­ar aðspurður að ekk­ert sé því til fyr­ir­stöðu að Páll sæki um starfið þegar það verður aug­lýst og fari í gegn­um hið nýja ráðning­ar­ferli. „Það er ekk­ert sem bann­ar hon­um það.“

Form­leg ákvörðun um þetta verður tek­in á stjórn­ar­fundi á fimmtu­dag­inn, en Ingvi Hrafn seg­ir að hann hafi viljað láta Pál vita með fyr­ir­vara þar sem ljóst var að samstaða væri um þessa niður­stöðu í stjórn.

Á stjórn­ar­fund­in­um á fimmtu­dag verður einnig tek­in ákvörðun um það hvort ann­ar verði sett­ur tíma­bundið í starfið þar til nýr út­varps­stjóri hef­ur verið ráðinn. Í millitíðinni sinni fram­kvæmda­stjórn­in sínu hlut­verki áfram.

En mun þetta skapa sátt um Rúv eft­ir ólg­una síðustu vik­ur?

„Eins og við lýst­um yfir í til­kynn­ing­unni til starfs­fólks þá er það mark­miðið sem við vinn­um að og mun­um róa að öll­um árum á næstu vik­um og mánuðum, að tryggja sátt og frið um rík­is­út­varpið.“

Ingvi Hrafn Óskarsson, er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins.
Ingvi Hrafn Óskars­son, er formaður stjórn­ar Rík­is­út­varps­ins. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert